Skírnir - 01.01.1931, Side 192
186
Eirikur í Bót og Eiríkur á Rangá.
[Skírnir
Halls Hallvarðssonar í Bjarnanesi, en ekki séra Halls Högna-
sonar á Kirkjubæ. Það sést líka af bréfi frá Guttormi 1631,
að hann hefir verið í hinu mesta vinfengi við séra Hösk-
uld í Heydölum Einarsson, prófasts í Heydölum Sigurðs-
sonar, og Gissur prest i Þingmúia mág hans og fleiri af
börnum séra Einars. Hann biður og að heilsa »systkinum
sínum«, og gátu það bæði verið börn séra Halls og Sess-
«lja, hálfsystir hans, og Gyðríður í Bót, alsystir hans.
Það er víst, að séra Hallur var kvæntur áður en hann
átti Sesselju, því að til er jarðarsölubréf, gert í Bjarnanesi
18. jan. 1605, þar sem svo segir, að séra Hallur hafi selt
Oddi biskupi jörðina Ljósaland í Vopnafirði, 6 hundruð,
1603 »undan sér og sínum börnum, er hann hafi átt með
sinni fyrri konu, og öllum sínum og þeirra erfingjum, en
undir herra Odd og hans erfingja«. Er af þessu auðsætt,
að einhver börn, fleiri en eitt (og líklega af báðum kynj-
um), sem séra Hallur átti með fyrri konu sinni, hafa verið
lifandi 1603, en þó ekki svo gömul, að þess þyrfti að geta,
að salan væri gerð með samþykki þeirra, eins og þá var
þó títt við jarðasölu, ef börn voru til, er myndug væru,
svo að salan væri fulltrygg og þau gætu eigi brigðað
jörðina.
Eins og fyrr var sagt nefnir séra Einar í Heydölum
ekki Eirík í Bót né Guttorm Hallsson meðal afkomenda
sinna 1626. Hann nefnir heldur ekki konu Eiríks í Bót
meðal þeirra, og þó hefir hún þá hlotið að vera orðin um
36 ára gömul. Og þar sem hún var systir Guttorms Halls-
sonar, hefir hún hlotið að vera dóttir fyrri konu séra Halls
Hallvarðssonar.
Aldur Gyðríðar má marka nokkuð af sögunni um for-
spá Odds biskups, er hann sagði Sigfúsi Tómassyni, er
síðar varð prestur í Hofteigi, hver verða mundi kona hans.
Sigfús var fæddur um 1601 og var sveinn biskups, þegar
sá atburður gerðist og hefir líklega verið kominn að tví-
tugu eða eldri. Espólín segir söguna svo: »Hann (Sigfús)
var eitthvert sumar nærri fráfærum hjá biskupi í biskups-
baðstofunni í Skálholti. Biskup sat við borðið, studdi hönd