Skírnir - 01.01.1931, Page 193
Skirnir] Eirikur i Bót og Eirikur á Rangá. 187
undir kinn sér þegjandi um hríð og brosti, en mælti síð-
an: »Fúsi, viltu að ég segi þér, hvað konuefni þitt er nú
að gera?« Hann kvað óvíst, hvort sér yrði kvonfangs auð-
ið. »Víst liggur það fyrir þér,« sagði biskup, »get ég sagt
þér, hver hún er og hvað hún er nú að gera; það er dóttir
hans Eiríks i Bót austur í Fljótsdalshéraði; hún er nú að
reka unglömb á fjall, eltir þau og hleypur hæverskulaust.
Sigfús ritaði upp árið, daginn og stundina, og bar því öllu
saman við það, er biskup sagði, og varð því framgengt.«
Þegar biskup segir, að stúlkan sé að reka lömb á fjall,
eltast við þau og hlaupi »hæverskulaust«, þá er bert, að
hann er að tala um nokkuð gamla stúlku, 10—15 ára eða
eldri. Það kemur og vel heim við það, að börn Kristínar
frá Bót, konu séra Sigfúsar, sem kunnugt er um aldur á,
eru að fæðast um 1633—1646. Hún getur því naumast
verið fædd síðar en 1610—1612. Móðir hennar, Gyðriður,
getur því varla verið fædd síðar en um 1590, eða helzt
1585—1590. Á hið sama bendir og aldur Jóns í Gagnstöð,
sonar þeirra Eiríks, er fyrr er minnzt á.
Það kann að þykja undarlegt, að Oddi biskupi skyldi
verða reikað i huganum austur að Bót í Fljótsdalshéraði,
þegar hann sat hugsandi við borðið í biskupsbaðstofunni í
Skálholti og sveinn hans, Sigfús, sem kominn var frá Hálsi
i Fnjöskadal. En það verður síður undarlegt, þegar þess er
minnzt, að Oddur biskup hafði keypt Bót haustið 1607 og
keypti um það leyti fleiri jarðir í Austfjörðum, og hefir að
iikindum átt Bót, þegar þeir Sigfús töluðust við. Bót hefir
verið i miklu áliti á þeim tímum. Hún hefir verið og er
beitarjörð góð, en þá var mest treyst á útbeit í búskapn-
um. Hún var stór jörð og átti land upp í Fljótsdalsheiði
yzt, 16 hndr. að dýrleika (með afbýlinu Heiðarseli, sem ef-
laust hefir fyrst verið sel frá Bót). Sá, sem seldi biskupi
Bót, var Hallur prestur Snorrason á Dvergasteini (síðar á
Desjarmýri) og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir. Gerði hún
það að skilyrði fyrir sölunni, að þau fengju í staðinn, með
öðru, Breiðuvik í Borgarfirði, 12 hndr., en þá jörð átti Árni
sýslumaður Magnússon á Eiðum, er var fyrir hönd Odds