Skírnir - 01.01.1931, Side 194
188
Eirikur i Bót og Eiríkur á Rangá.
[Skírnir
biskups við Bótar-kaupin. Til þess að kaupin gengi fram,
lét hann Breiðuvík og einnig Litlabakka í Tungu, 6 hndr.
Komu þannig 18 hndr. í góðum jörðum fyrir Bót, 16 hndr.,
og sýnir það, að hún var í miklu áliti.
Eiríkur i Bót hefir kvænzt um 1608—1610 og kvæn-
ist þá dóttur séra Halls Hallvarðssonar, sem þá átti Sess-
elju, alsystur Odds biskups. Nú er það alkunnugt, að Oddur
biskup gerði sér far um að koma systkinum sínum og
venzlamönnum og börnum þeirra í góða stöðu og hlynna
að þeim á allan hátt. Það var því ekkert ólíklegt, að hann
vildi hlynna að börnum séra Halls, þegar hann var orðinn
mágur hans, og skoðað þau þá venzluð sér, þó að þau
væru eftir fyrri konu hans. Þeir áttu og áður þau skifti
saman, að séra Hallur seldi biskupi Ljósaland í Vopnafirði
1603, eins og fyrr segir, og seldi það einmitt undan börn-
um sínum, sem hann átti með fyrri konunni, þar á meðal
Gyðriði. Það er því ekki ósennilegt, að hann hafi keypt
Bót handa Eiríki og Gyðríði Hallsdóttur, hvort sem hann
hefir þegar gefið þeim hana eða aðeins byggt þeim hana.
Víst er það, að Eiríkur hefir eignazt Bót næst eftir Odd
biskup, þótt það hafi ef til vill ekki orðið fyrr en við dauða
biskups 1630. Eiríki hefir þótt vænt um Bót, og þó að hann
gæfi Jóni syni sínum 5 hndr. úr henni til »konumundar«,
þá hefir hann eflaust áskilið sér afnotaréttinn til dauða
síns, og ekki hefir hann verið fús til að selja Brynjólfi
biskupi Bót, því að biskup segir í bréfi til umboðsmanns
síns, Hjalta í Meðalnesi, 1664, þegar hann var að kaupa
jarðir í Austfjörðum af mestum ákafa: »Bót fæst ekki með-
an Eirikur lifir.« Benda þau orð á, að Eiríkur hafi þá að
visu verið orðinn gamall, en þó enn svo mikill fyrir sér,
að ekki mundi þýða neitt að reyna að fá hann til að selja
Bót, jafnvel ekki sjálfum Brynjólfi biskupi.
En hver var fyrri kona séra Halls Hallvarðssonar?
Engar ættatölur geta þess, og er þvi ekki um annað að
ræða en reyna að komast að því með getgáturn og á þann
hátt virðist mega komast mjög nærri fullum sanni.
Jón í Njarðvík kvaðst alltaf hafa heyrt, að Gyðríður