Skírnir - 01.01.1931, Side 196
190 Eirikur i Bót og Eirikur á Rangá. [Skirnir
að séra Hallur, sonur séra Hallvarðs og bróðir Arndísar á
Valþjófsstað, hafi verið góðkunnugur þeim hjónum í Görð-
um, Jóni og Kristínu. Hann hefir verið fæddur um 1560
og því verið á aldur við þau, eða eitthvað eldri. Hann
varð prestur í Möðrudal 1583 og var þar til 1588; þá var
hann á Hallormsstað 1588—1595, þá í Þingmúla 1595—
1599. Þá fór hann að Þvottá 1599 og síðan í Bjarnanes
1601, og dó þar um 1618. Þegar hann var í Möðrudal áttu
efstu bæirnir á Jökulsdal kirkjusókn þangað, Brú, Eiríks-
staðir og Hákonarstaðir. Kristín í Görðum var ættuð það-
an af dalnum og hefir ef til vill verið þar, þegar séra
Hallur kom að Möðrudal og hann kynnzt henni þar fyrst
og fólki hennar.
Þar sem nú talinn hefir verið svo náinn skyldleikt
milli Gyðríðar í Bót og Guttorms á Brú, að þau hafa verið
talin systkin, og það getur þó ekki verið, þar sem Gyð'
ríður var Hallsdóttir en Guttormur Jónsson, þá verður þó
að álíta, að skyldleikinn hafi verið náinn mjög. Verður þá
helzt fyrir að ætla, að Kristín móðir Guttorms og móðir
Gyðríðar í Bót, fyrri kona séra Halls, hafi verið systur og
Gyðríður og Guttormur verið þannig systrabörn, í stað þess
að vera systkin. Það gat auðveldlega ruglast í minni manna,
þegar tímar liðu.
Líklegt er að fyrri kona séra Halls hafi heitið Hróð-
ný; er tvennt sem gerir það liklegt. Séra Hallur lætur eina
dóttur sina með Sesselju heita Hróðnýju og Gyðríður í Bót
lætur eina dóttur sína heita Hróðnýju. Hefði það þá verið
fyrri konu nafn hans og móður nafn hennar.
Það er einnig líklegt, að þær systur hafi verið Gutt-
ormsdætur, því að báðar láta þær heita Guttorm. Gutt'
ormur á Brú er sonur Kristínar og Guttormur Hallsson
sonur séra Halls og fyrri konu hans.
Ekkert er kunnugt um það, hvenær séra Hallur hefir
kvænzt fyrri konu sinni. Líklega hefir það þó orðið meðan
hann var í Möðrudal og líklaga ekki fyrr en 1585. Börrt
þeirra eru ekki orðin 20 ára 1603, þegar séra Hallur selur
Ljósaland, en hversu langt þau eru þá fyrir innan þann.