Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 197
Skímir]
Eirikur í Bót og Eirikur á Rangá.
191
aldur er ekki kunnugt. Gyðríður dóttir þeirra getur þó varla
verið fædd síðar en 1590, eins og fyrr segir. Þá er séra
Hallur kominn að Hallormsstað. Ekki er heldur kunnugL
hve nær fyrri kona hans dó. Liklega hefir hún dáið með-
an hann var á Hallormsstað eða í Þingmúla. Þá hafa börn
þeirra verið ung; Guttormur líklega elztur og farið suður
að Þvottá með föður sínum eða jafnvel lent til séra Hösk-
ulds Einarssonar, er fékk Þingmúla eftir hann, og komizt
þannig í hið mikla vinfengi við hann og Heydala-fjölskyld-
una, sem bréf Guttorms 1631 sýnir að hefir átt sér stað>
En Gyðríði hefir Kristín móðursystir hennar líklega tekið-
til fósturs að Görðum, því að þá hafa þau Jón verið þang-
að komin; hafa þau Guttormur sonur þeirra, er síðar var
á Brú, þannig orðið fóstursystkin um leið og þau voru
systrabörn, og síðan verið systkinaást milli þeirra. Gyð-
ríður hefir líklega verið hjá þeim Jóni og Kristínu þangað-
til hún giftist Eiríki.
Það er til stuðnings þessum tilgátum, hverjum nöfnum
Gyðríður lætur börn sín heita. Elztu börn hennar heita
Kristín og Jón og væru það þá nöfn fósturforeldra hennar^
Kristínar og Jóns í Görðum, sem henni hefir liklega þótt
vænzt um allra manna. Þá heita 2 börn hennar Hallur og^
Hróðný, og bendir það á foreldra hennar. Loks heita 2 börn
hennar Einar og Arndís, sem benda á hjónin á Valþjófs-
stað, séra Einar Magnússon og Arndísi föðursystur Gyð-
riðar. Hafa þau líklega verið henni vel, þegar hún hefir
verið að alast upp í Görðum. Auk þessara 6 barna Eiríks
i Bót og Gyðríðar er aðeins nefnd Snjófríður dóttir þeirra,
og verður ekki vitað, hvernig á þvi nafni stendur. Það er
sjaldgæft að nafnalíkingar veiti eins mikinn stuðning við-
rannsókn ætta eins og þessar likingar.
Af öllu því, er nú hefir verið sagt um Gyðríði konu
Eiríks í Bót, virðist mega álykta: 1. að hún hafi áreiðan-
lega verið dóttir séra Halls Hallvarðssonar og fyrri konu
hans, og 2. að nærri gangi fullri vissu, að móðir hennar
hafi verið systir Kristínar móður Guttorms á Brú og heitið-