Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 198
192 Eirikur í Bót og Eirikur á Rangá. [Skírnir
Hróðný, og þær að líkindum verið Guttormsdætur og komn-
ar af Þorsteini Jökli á Brú.
Þess er áður minnzt, að séra Jón á Lambavatni segir
í ættartölubók sinni, að Hróðný dóttir séra Halls Hallvarðs-
sonar og Sesselju frá Heydölum hafi verið »móðir Guð-
ríðar konu Eiriks Magnússonar í Bót«. En kaflinn um Sess-
elju í bók hans er mjög ruglingslegur og sýnist jafnvel
vanta í hann og sumt er rangt. Þannig sýnist hann telja
Hróðnýju konu Ásmundar blinda dóttur séra Sigfúsar i
Hofteigi og Kristínar frá Bót, og hefði hann þó mátt vita,
að Ásmundur var eldri en séra Sigfús. Konu Jóns Eiríks-
sonar frá Bót telur hann Guðrúnu, »dóttur Jóns Hallsson-
ar«, en hún var Árnadóttir, og fleira er þar skakkt. Upp-
hafið á grein hans er þannig i Biskupasögunum II., 671:
»Sesselja Einarsdóttir, samborin systir herra Odds, átti
séra Hall í Bjarnanesi. Þeirra börn: Eiríkar tveir, Margrétar
tvær, Hróðný — dóttir Hróðnýjar Guðríður, sem átti Eirík
Magnússon, er bjó í Bót í Fljótsdalshéraði —, Guttormur
Hallsson var hertekinn og kómst aftur í England og dó
þar. — Börn Eiríks: Jón, giftist dóttur Jóns Hallssonar,
Guðrúnu,« o. s. frv. Allt er þetta ónákvæmt. Börn Sesselju
eru ekki talin eins og séra Einar, faðir hennar, telur þau í
Barnatöluflokki sínum. Guttormur Hallsson kemur undar-
lega fyrir og sést ekki, hvort hann er sonur Sesselju eðá
aðeins sonur séra Halls. Hið síðara þó heldur líklegra.
Sýnist helzt svo sem séra Jón viti það ekki vel. Næst lá
annars, að hann hefði talið hann strax með sonum Sess-
elju, Eirikunum. Ekki sést hvort sá Eirikur, sem hann fer
að telja ætt frá næst eftir að hann nefnir Guttorm, er
annar sonur Sesselju og séra Halls með því nafni eða Ei-
ríkur í Bót. Það er vitanlega Eiríkur í Bót, en greinin segir
ekkert um það. Það verður eigi annað séð en séra Jón
telji helzt bæði Guttorm Hallsson og börn Eiríks í Bót af'
komendur Sesselju, því að auðsætt virðist, að hann telji
börn Eiríks, sem hann nefnir, vera börn Guðríðar, sem
hann nefnir konu hans, dóttur Hróðnýjar, dóttur Sesselju.
En það hefir verið nægilega sýnt hér að framan, að það