Skírnir - 01.01.1931, Page 200
194 Eirikur i Bót og Eiríkur á Rangá. [Skírnir
nokkrum árum siðar. Hefði Gyðriður þá verið um tvítugt,
en Eirikur rúmlega sextugur, er þau giftust. Þó að slíkt
miseldri sé ekki títt, þá er það þó ekkert eins dæmi. En
þá er á það að líta, að Gyðríður dóttir Hróðnýjar Halls-
dóttur, hefði verið hálfsysturdóttir Gyðríðar, fyrri konu Ei-
ríks. Hefði Eirikur því ekki mátt eiga hana að lögum og
skyldleikinn verið svo mikill, að giftingarleyfi hefði naum-
ast fengizt.
Til stuðnings því, að Guttormur á Brú hafi þó átt
Hróðnýju dóttur séra Halls og Sesselju, er það, að Sess-
elja hét dóttir Guttorms, er varð kona Rafns smiðs Ein-
arssonar, Styrbjarnarsonar prests í Hofteigi Jónssonar, og
móðir Jóns í Sleðbrjótsseli, föður Jóns sterka í Bót. Hún
er á lífi 1703 hjá Jóni syni sínum í Sleðbrjótsseli. Er það-
an komið margt manna.
Guttormur Jónsson bjó á Hákonarstöðum 1644 og 1645;
hefir hann ekki flutt að Brú fyrr en eftir það og búið þar
síðan til dauðadags og þvi verið síðar kenndur við Brú.
Séra Gunnlaugur Sölvason í Möðrudal kærir hann fyrir
Brynjólfi biskupi 29. júli 1645 fyrir það, að hann hefði
ekki komið til kirkju nema tvisvar það sumar og ekki
nema tvisvar eða þrisvar sumarið áður og aldrei að vetr-
inum. En »bóndinn á Brú«, sem hann nefnir ekki, hefði þó
komið oftar. Ekkert hef ég fundið annað um Guttorm í
fornum skjölum. Espólín nefnir konu hans Þóru. Ekki er
kunnugt, hvaðan hann hefir það, og ekki kemur það nafn
fram meðal afkomenda Guttorms, sem kunnugir eru. En
hann gat hafa verið tvikvæntur og Þóra verið seinni kona
hans en Hróðný hin fyrri. Nafnið Hróðný kemur heldur
ekki fram meðal nánustu afkomenda Guttorms, svo að ekki
fæst þar stuðningur þess, að hann hafi átt Hróðnýju Halls-
dóttur frá Bjarnanesi, þó að það annars megi telja líklegt-
Ekki kemur Halls-nafnið þar heldur fram. En það er held-
ur ekkert talið nákvæmlega upp af næstu afkomendum
Guttorms. Það er aðeins Sesselja Guttormsdóttir í Sleð-
brjótsseli, sem bendir til Sesselju i Bjarnanesi. Þó gat það
nafn verið öðruvísi til komið.