Skírnir - 01.01.1931, Síða 201
Skirnir] Eirikur i Bót og Eirikur á Rangá. 195
Næst er mér því að ætla, að það, sem séra Jón á
Lambavatni segir um Hróðnýju Hallsdóttur og Guðriði
dóttur hennar, sé rangt, eins og svo margt annað i grein
hans um Sesselju. Mér sýnist liklegast, eins og ég hefi
þegar bent á, að Hróðný sú, er hann nefnir móður Guð-
riðar (Gyðriðar) í Bót, hafi verið fyrri kona séra Halls
Hailvarðssonar og móðir Guttorms Hallssonar og Gyðríðar
í Bót, og Eirikur i Bót hafi ekki verið nema einkvœntur.
Þessi ályktun mín er því ekki til fyrirstöðu, að Hróð-
ný dóttir séra Halls og Sesselju hafi getað lent að Bót og
orðið kona Guttorms Jónssonar og móðir Sesselju í Sleð-
brjótsseli. En ég veit þó ekkert því til stuðnings nema það,
sem séra Jón segir um þær mæðgur Hróðnýju og Guð-
riði, — en sem ég álít vera rangt, — og svo nafn Sess-
elju í Sleðbrjótsseli.
Jafnskjótt sem Eiríkur í Bót var dáinn, risu þeir upp
synir hans Einar og Hallur og vildu rifta sölu þeirra 5
hundraða í Bót, sem Einar Böðvarsson í Gagnstöð hafði
selt Brynjólfi biskupi 1662, eins og fyrr er getið. Kváðu
þeir það eigi rétt vera, að Eirikur hefði gefið Jóni bróður
sínum þessi 5 hundruð og væri sala þeirra því ógild. Að
þessari kröfu standa einnig með þeim bræðrum 2 »sonar-
synir« Eiríks, en eigi eru nefnd nöfn þeirra. Hafa það ver-
ið synir Jóns bróður þeirra. Ekki eru fleiri nefndir, er hafi
fylgt þeim að málum. Eflaust hefir ekki verið búið nógu
tryggilega um þessa gjöf, því að biskup neyðist til að
semja við þá bræður 13. sept. 1667 um þessi 5 hundruð.
Samdist svo, að hann lét þá hafa hundruðin, en þeir létu
hann aftur hafa Heiðarsel, sem talið var lU hluti úr Bót.
Svo er að sjá, að þeir hafi þótzt einráðir um að láta hann
hafa Heiðarsel. Hefði það þó varla verið, ef seinni kona
Eiríks hefði verið lifandi eða börn þeirra, en þeirra er að
engu getið.
Það reyndist samt síðar svo, að þeir voru ekki ein-
ráðir um Heiðarsel, því að þegar biskup var næst á ferð-
inni eystra, kom Hróðný Eiríksdóttir á Hrafnabjörgum í
Hlíð, systir þeirra, er þá var orðin ekkja eftir Asmund
13*