Skírnir - 01.01.1931, Side 202
196 Eiríkur í Bót og Eirikur á Rangá. [Skírnir
blinda, fram með þá kröfu 4. júlí 1669, að Heiðarsel væri
sin eign eftir föður sinn. Hefir eitthvað verið hæft i því,
því að biskup sá sér eigi fært að neita því, heldur gerði
hann samning við hana á Kirkjubæ 13. ágúst sama sumar
um Heiðarsel. Skyldi hann að visu halda því, en taka Ólaf
son hennar að sér og kosta skólanám hans i Skálholti og
það gerði hann. Hefir Ólafur þá verið 16 eða 17 ára og
varð síðar prestur á Kirkjubæ. Ekki kemur neinn maður
fram við þennan samning, er þykist geta hindrað eignar-
rétt Hróðnýjar til Heiðarsels. Hvorttveggja þetta bendir á,
að eigi hafi aðrir þótzt eiga kröfu til Heiðarsels en börn
Eiriks og Gyðríðar Hallsdóttur. Hróðný mun fædd fyrir
1630. Hún býr ekkja á Hrafnabjörgum 1681, en er dáin
fyrir 1703; þá býr þar Katrín dóttir hennar, 52 ára, með
Jóni Stefánssyni manni sínum.
Hallur sonur Eiríks í Bót bjó þar eftir hann og lík-
lega Einar bróðir hans líka. En Hallur varð ekki gamall.
Hjalti i Meðalnesi ritar Brynjólfi biskupi 1669, að hann sé
dáinn og hafi látið eftir sig 11 börn en litlar eignir. Séra
Jón á Lambavatni segir, að hann hafi átt »dóttur Páls
Jónssonar«. Ekkert segir hann meira um þann Pál, en svo
lítur út sem hann hafi verið kunnur maður þar um slóðir.
Gæti það hafa verið Páll Jónsson bóndi á Brekku í Fljóts-
dal, bróðir Guttorms á Brú. Hefir Páll eflaust verið góður
bóndi. Hallur og kona hans hefðu þá að vísu verið þre-
menningar og því eigi mátt eigast að lögum, en þau gátu
fengið leyfi til giftingar. Svo var heldur eigi gengið mjög
rikt eftir slíku banni fyrst eftir siðbótina, unz stóri dómur
var settur. Ekki er neitt kunnugt um börn Halls, nema
sonur hans mun vera Eirikur Hallsson, er bjó á Hallgeirs-
stöðum 1703, 50 ára. Mun síðar verða minnzt á hann.
Einar Eiríksson, bróðir Halls i Bót, átti Helgu dóttur
Jóns Thimis (svo), segir séra Jón á Lambavatni, og 9 börn
og er ekkert kunnugt um þau. Líklega hefir Einar búið í
Bót, þegar þeir Hallur riftuðu sölunni á Bótar-partinum,
en ekki vita menn ineira um hann.