Skírnir - 01.01.1931, Síða 207
Skirnir]
Eirikur i Bót og Eirikur á Rangá.
201
næði«), þegar hann dó. Hefir hann eflaust ekki dáið fyrr
en eftir það, er séra Þorvaldur kom í Gilsárteig og kynnt-
ist honum, eða jafnvel ekki fyrr en hann var kominn að
Hofi. Hann ætti því að finnast í manntalinu 1703.
Nú finnst enginn Eiríkur Hallsson í þvi manntali milli
Skeiðarár og Jökulsár í Öxarfirði, er til greina geti komið,
nema Eiríkur Hallsson, er þá býr í tvíbýli á Hallgeirsstöð-
um í Hlíð, 50 ára gamall, og þá fæddur um 1653.
Það er líka einmitt þessi Eiríkur, er ég hygg að sé
sami maður sem »Eiríkur á Rangá«, og hafi verið sonur
Halls í Bót, Eiríkssonar í Bót, Magnússonar. Er fleira sem
styður það en nafnið eitt. Hygg ég að hann hafi flutt að
Rangá vorið 1703, og búið þar síðan til dauðadags.
Þegar manntalið var tekið 1703, rétt fyrir páskana, þá
bjó á Rangá Narfi Bjarnason ekkjumaður (41 árs) með 2
börn, Sigurð (14 ára) og Guðrúnu (7 ára), einn vinnumann
og sveitarómaga, 68 ára kerlingu. Það er fátæklegt bú á
Rangá og er líklegt að það hafi hætt þá um vorið og Ei-
rikur þá komizt að Rangá. Gísli Nikulásson, dóttursonur
Árna sýslumanns á Eiðum, hafði átt Rangá og búið þar
góðu búi. Hann bjó þar 1681, en mun siðar hafa flutt að
Finnsstöðum, sem einnig var eignarjörð hans. Hann er dá-
inn fyrir 1703. Þá býr ekkja hans á Finnsstöðum með börn-
um sinum. Mun Narfi hafa verið leiguliði hennar. Og það
hefir Eirikur líklega verið líka eftir að hann kom að Rangá.
Hann hefir eflaust verið efnalítill. Þess vegna segir hann
um sig í einni vísu sinni: »maðurinn álnasnauður«. Hefði
hann varla sagt það um sig, ef hann hefði verið jarðeig-
andi og átt slíka jörð sem Rangá, þótt ekki væri hún stór-
býlisjörð.
Það bendir og á, að hann hafi enginn efnabóndi verið
1703, en hann bjó þá í tvíbýli á Hallgeirsstöðum. Lítur
jafnvel svo út sem tvibýlismaðurinn, Jón Þorvarðsson, sé
aðalmaðurinn á jörðinni, því að hann er talinn fyrr í mann-
talinu, og hefir i heimili konu og 5 börn (16 til 1 árs),
vinnumann og vinnukonu, en Eirikur konu sína og 7 börn,
elzta 15 ára en yngsta 3 ára, og ekkert vinnuhjú. Kona