Skírnir - 01.01.1931, Síða 209
'Skirnir]
Eirikur í Bót og Eirikur á Rangá.
203
En hvenær sem Eiríkur hefir farið frá Bót, er líklegt
að hann hafi farið að Hrafnabjörgum til Hróðnýjar föður-
systur sinnar, og þar kynnzt Ingibjörgu dóttur Orms á Hall-
geirsstöðum, sem er næsti bær við Hrafnabjörg, og síðan
kvænzt henni og tekið við búi á þeim helmingi Hallgeirs-
staða, er Ormur bjó á, eftir hann látinn. Það verður eigi
sagt, hvenær Eiríkur hafi kvænzt. En hafi Arndis, sem er
elzta dóttir hans á lífi 1703, 15 ára, verið fyrsta barn þeirra
Ingibjargar, hefir hann varla kvænzt síðar en 1685 eða
1686, en líklega nokkru fyrr. í einni vísu sinni telur hann
sig vera »þrettán barna föður«, en ekki eru nema 7 hjá
honum 1703. Kona hans er þá talin 44 ára, svo að hún
hefir varla átt nema 1 eða 2 börn eftir það. Kristín Eiríks-
dóttir, sem er »í fóstri« hjá Katrinu Ásmundsdóttur blinda
og Jóni Stefánssyni á Hrafnabjörgum 1703, 12 ára, hefir
eflaust verið dóttir Eiríks og Ingibjargar, því að hún læt-
ur dóttur sína og Snjólfs á Urriðavatni heita Katrínu og
tvær dætur sínar Ingibjargir. Það má einnig telja líklegt,
að Jón Eiríksson, sem er »í fóstri« hjá Oddnýju Pálsdóttur
og Þórði Árnasyni á Arnheiðarstöðum 1703, 9 ára, hafi
einnig verið sonur Eiríks og Ingibjargar, þar sem Oddný
hefir að líkindum verið móðursystir Eiriks, eins og fyrr var
nefnt. En þó að svo væri, að þessi börn bæði, Kristín og
Jón, væru börn Eiríks, þá eru ekki fundin nema 9 börn
hans á lífi 1703 með þeim 7, sem heima voru, og þó að
1 hafi fæðst eftir páska 1703, eru eigi fengin nema 10.
Það má að vísu koma 3 börnum fyrir á milli þessara barna
þannig, að móðirin fæði ekki nema 1 barn á ári, en hitt
er þó líklegra, að eitthvert barn hafi fæðst á undan Arn-
dísi og dáið, svo að ætla mætti að þau Eiríkur og Ingi-
björg hafi giftzt fyrr en 1685.
Þar sem þau áttu barn á hverju ári, eða því sem
næst, og ómegðin óx því skjótt, var eðlilegt, að nánustu
ættingjar teldu sér skylt að liðsinna þeim með því að taka
barn af þeim. Katrín á Hrafnabjörgum átti ekki nema 1
barn, Stefán, sem er orðinn 14 ára 1703. Hún hafði þá líka
2 börn »í fóstri«, Kristinu og Ragnhildi systurdóttur sína