Skírnir - 01.01.1931, Page 211
Skirnir] Eirikur í Bót og Eiríkur á Rangá. 205
hann víst dáinn, því að þá er hann ekki í verzlunarreikn-
ingi á Vopnafirði.
Séra Þorvaldur segir í eftirmælum sínum eftir Eirík á
Rangá: »Hans ungu börn i bynginn bangin sér niður stanga.«
Það lítur því svo út sem börn hans hafi verið ung, þegar
hann dó. Ef hann hefir dáið 1715 (63 ára), þá hefir þó
yngsta barnið, sem lifir 1703, 3 ára, verið 15 ára og þau
næstu 17 og 18 ára, en ef hann hefir átt barn 1703 eða
1704, þá hefir það auðvitað verið yngra. En kallast gátu
þau öll ung fyrir því. Og þar sem Eiríkur hefir ekki dáið
fyrr en einum 3 árum eftir að séra Þorvaldur flutti að Hofi
og hann ef til vill ekki séð börn hans á þeim árum, þá
hafa þau staðið fyrir huga hans eins og hann sá þau síð-
ast, enda ekki verið hugsað svo vandlega um að miða orð-
in nákvæmlega við veruleikann í því efni, í kvæðinu.
Um hin mörgu börn Eiríks á Rangá er nú ekkert kunn-
ugt, nema Kristínu, enda engin veruleg gögn til að styðj-
ast við að því er þau snertir, því að kirkjubækur eru víð-
ast engar til þar umhverfis fyrr en um 1785 og þá hljóta
þau öll eða nálega öll að vera dáin, og sennilegum get-
gátum verður engum við komið. Mun lítið hafa að þeim
kveðið, því að líklega hefði Katrín frá Urriðavatni, er áður
var nefnd, vitað um það, ef einhverjir nafnkunnir menn
hefðu verið frá þeim komnir. En húri vissi ekkert um þau
nema um Kristínu, formóður sina.
Kristín átti Snjólf bónda Sæmundsson á Urriðavatni.
Hann var ættaður úr Reyðarfirði og Mjóafirði, og er þessi
sögn um hann: Hann varð fyrst búðardrengur í Reyðar-
firði (Stóru-Breiðuvík), gerðist svo skipstimburmaður og
var lengi í siglingum og lenti jafnvel til Indlands. Hann
kom aftur út hingað roskinn nokkuð, hitti séra Eirik Sölva-
son í Þingmúla, er hann hafði verið í vináttu við áður og
bað hann að vísa sér á jörð til kaups og ábúðar, þar sem
hann sæi ætíð á vatn, er hann kæmi út úr bæjardyrum.
Prestur vísaði honum þá á Urriðavatn. Keypti Snjólfur það
og kvæntist síðan Kristinu og átti með henni 5 dætur.
Hann hefir haft Papey til leigu 1721, því að 14. okt. 1721