Skírnir - 01.01.1931, Page 212
206
Eiríkur i Bót og Eiríkur á Rangá.
[Skirnir
biður Jón Jónsson uin Papey, »þegar Snjólfur Sæmundsson
sleppi«. Ekki er mér kunnugt meira um það, en á Urriða'
vatni býr hann 1723. Sú sögn önnur hefir gengið um Snjólf,
að hann hefði sagt, að hann vildi ekki deyja á íslandi.
Tók hann sér far með Reyðarfjarðarskipi 1726 og spurðist
aldrei til þess síðan. Áður en hann fór bað hann Sigfús,.
son séra Eiríks í Þingmúla, fyrir konu sína og börn. Gerð-
ist hann ráðsmaður Kristínar og kvæntist henni síðar, en
ekki áttu þau börn.
Ekki kom ætt frá dætrum Snjólfs og Kristínar nema ■
Ingibjörgu eldri og Guðfinnu. Frá þeim er komið margt
fólk, en fjöldi af því hefir farið til Vesturheims og aukið
þar kyn sitt.
Ingibjörg Snjólfsdóttir átti Hildibrand Einarsson, Þor-
varðssonar i Bessastaðagerði (1703), Snorrasonar. Bjuggu
þau á Urriðavatni. Sonur þeirra var Einar, er þar bjó einn^
ig og átti Guðrúnu Árnadóttur frá Hjarðarhaga, Guttorms-
sonar, Sölvasonar, Gunnlaugssonar prests i Möðrudal. Börn
þeirra voru Hildibrandur á Hofi í Fellum, faðir Hildibrands
í Skógargerði, og Ingibjörg kona Jóns hreppstjóra Árna^
sonar á Urriðavatni. Laundóttir Hildibrands á Hofi var Arn-
dís, er fyrst varð seinni kona Gríms í Leiðarhöfn, Gríms-
sonar (þaðan er Grímsætt í Vopnafirði og víðar eystra) og
átti síðar Pál Pálsson í Leiðarhöfn. Ein dóttir þeirra var
Guðný kona Eymundar Eymundssonar, bróður Sigfúsar
ljósmyndasmiðs i Reykjavík. Jón hreppstjóri Árnason og
Ingibjörg áttu 3 dætur, er hétu Anna, Katrín og Anna-
Katrín. Katrin og Anna-Katrin giftust og fóru síðast til
Vesturheims og börn þeirra. En Anna varð hér kyrr. Hún
átti fyrst Guðmund Sturluson frá Ekkjufelli og var þeirra
sonur Ólafur, er síðar bjó í Firði i Mjóafirði, faðir Sveins
alþingismanns í Firði. Síðar átti Anna Einar bónda i Firði
Halldórsson. Ein dóttir þeirra var Þórunn, móðir Vilhjálms
Árnasonar á Hánefsstöðum. Anna þótti merkiskona og varð
gömul, og er þegar komið margt fólk af henni þar um
slóðir.
Guðfinna Snjólfsdóttir átti Árna Jónsson, góðan bónda