Skírnir - 01.01.1931, Síða 213
Skirnir] Eirikur i Bót og Eiríkur á Rangá. 207
á Urriðavatni og síðar í Bót (d. 1785). Þeirra börn: 1. Eyj-
ólfur bóndi í Hjarðarhaga, faðir Ragnheiðar konu Bjarna
Stefánssonar í Teigaseli og Blöndugerði, 2. Eiríkur bóndi
á Stórabakka, faðir Snjólfs á Núpi í Vopnafirði og Bjargar
móður Magnúsar Vilhjálmssonar í Gagnstöð og bræðra
hans, og 3. Málfríður kona Árna Vilhjálmssonar á Hjartar-
stöðum. Sonur þeirra var Vilhjálmur á Hjartarstöðum, merk-
ur bóndi; er afkvæmi hans flest í Vesturheimi, myndar-
fólk. Ein dóttir hans, er þangað fór, var Guðfinna móðir
Sigurðar Gunnlaugssonar, föður söngkonunnar Leonitu Lan-
zoni. Dóttir Málfríðar og Árna var Guðfinna móðir Mál-
fríðar konu Stefáns Sigurðssonar á Litlabakka í Tungu.
Þau börn Eiríks í Bót og Gyðríðar, er mestar ættir
eru frá komnar, voru systurnar Kristín og Hróðný. Kristín
var með elztu börnum þeirra, varla fædd síðar en 1610—
1612. Hún átti, sem fyrr segir, Sigfús Tómasson, er Oddur
biskup spáði fyrir, son Tómasar prests á Hálsi í Fnjóska-
dal (d. 1677), Ólafssonar. Sigfús vígðist 1628 eða 1629 til
Þykkvabæjarklausturs, en fékk Desjarmýri 1631 og síðan
1632 Hofteig í brauðaskiftum við séra Hávarð Sigurðsson
og var þar síðan til dauðadags. Hann tók sér aðstoðar-
prest 1679, en hélt víst staðarforráðum til þess er hann
dó 1685. Fram yfir 1800 var fjöl á leiði hans í Hofteigs
kirkjugarði, er þetta var letrað á:
. Áttatíu og fjögur fékk
fyllt upp ár í trú og von.
Svo til sinnar sængur gekk
Sigfús prestur Tómasson.
Svo sagði mér Jón Sigurðsson í Njarðvík, hinn gáfaði
fróðleiksmaður, einn af afkomendum séra Sigfúsar.
Séra Sigfús mun hafa kvænzt Kristínu 1632 um leið
og hann flutti í Hofteig. Síðan hefir sú sögn gengið, að
þá hafi Hróðný systir hennar, sem verið hefir talsvert