Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 214
208 Eiríkur í Bót og Eiríkur á Rangá. [Skirnir
yngri, grátið rnjög. Þá sagði Eiríkur faðir hennar: »Vertu
ekki að gráta, Hróka mín, ég ætla þér líka prest.«
Ekki varð þó af því að hún eignaðist prest; en prests-
sonur varð það, af góðum ættum, Ásmundur blindi, sonur
séra Ólafs á Sauðanesi, sálmaskáldsins, Guðmundssonar.
Séra Ólafur hafði verið tvikvæntur og átti meðal annara
barna 5 sonu með fyrri konunni og 2 með hinni síðari.
Urðu þeir allir prestar, nema Ásmundur. Var hann yngst-
ur barna prests. Hann átti að verða prestur líka; en þegar
til námsins kom, reyndist sjónin svo veil, að hann varð að
hætta því og varð blindur. Varla hefir hann þó orðið al-
blindur, en kallaður var hann jafnan síðan Ásmundur blindi
og varð merkur bóndi.
Faðir hans dó í kaupstaðarferð á Vopnafirði 1608 og
var jarðsettur á Refsstað. Þar var þá prestur Sigurður son-
ur hans, einn af eldri sonum hans. Þá var Ásmundur ung-
ur, og tók séra Sigurður hann og arf hans til umsjónar,
unz hann yrði fullveðja (20 ára). Ásmundur mun snemma
hafa verið talsvert mikill fyrir sér og gerðist ódæll bróður
sínum. Tók hann ýmislegt af munum þeim, er hann hafði
fengið í arf og þekkti, og fór með þá eftir því, er hon-
um kom i hug. Þegar hann var »kominn til umboðs-
færra ára«, kallaði hann til arfs sins af bróður sinum. Þá
reiknaði bróðir hans honum allt það til frádráttar, er hann
hafði tekið af arfinum í heimildarleysi. En því undi Ás-
mundur illa, og kvað bróður sinn hafa átt að ábyrgjast að
arfur sinn eyddist ekki, meðan hann hefði haft umboð sitt,
og því ekki heldur líða sér að eyða honum. Varð úr þessu
þjark mikið milli þeirra bræðra. Fór svo, að Ásmundur
lögsótti bróður sinn að síðustu og hafði upp úr þvi Hrafna-
björg í Jökulsárhlíð, 20 hundraða jörð, og hélzt hún síðan
lengi í ætt hans.
Saga þessi er tekin eftir bréfi, er séra Guðmundur
Eiríksson á Refsstað hefir ritað um 1770 og kveðst hann
hafa hana eftir móðurföður sínum séra Eiríki Þorvarðssyni;
en móðir séra Eiríks var bróðurdóttir Ásmundar.
Líklegt er, að Ásmundur hafi bráðlega tekið Hrafna-