Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 215
Skírnir]
Eirikur í Bót og Eirikur á Rangá.
209
björg til umsjónar, eftir að hann eignaðist þau. En eigi er
kunnugt, hvenær hann kvæntist Hróðnýju; hefir það varla
orðið fyrr en um eða eftir 1640. Var Eiríki föður hennar
það mjög í móti skapi, enda kom það illa heim við fyrir-
ætlun hans að fara að gifta hana embættislausum manni,
hálfblindum, enda þótt hann hafi eflaust verið myndar-
maður og ætti Hrafnabjörg. En Hróðnýju var það víst
•ekki eins óskapfellt, þó að Ásmundur væri miklu eldri en
hún. Fór svo að lokum, að hún varð barnshafandi af völd-
nm hans. Einhvern veginn tókst að leyna því fyrir Eiríki
þangað til hún fæddi barnið. En þá hafði Ásmundur kom-
ið því svo fyrir, að hún hafði í höndum sendingu frá hon-
um, er hún skyldi fá föður sínum, er hún segði honum
faðernið, til að blíðka hann. Var það 4 potta kútur, fullur
af brennivini og sauðarfall mikið, hangið. Eirikur sefaðist
nokkuð, einkum við að sjá kútinn, og sagði: »Gerðu þetta
háifu oftar, Hróka mín.« Varð það síðan að orðtaki. Eftir
þetta hætti Eiríkur að banna þeim Ásmundi hjónabandið,
og giftust þau skömmu síðar og bjuggu á Hrafnabjörgum
alla stund góðu búi. Ásmundur er dáinn fyrir 4. júlí 1669,
líklega eigi löngu fyrr, en Hróðný bjó eftir hann á Hrafna-
björgum fram yfir 1681, en er dáin fyrir 1703.
Það yrði of langt mál að rekja nokkuð til muna ættir
frá þeim systrum; en þó verð ég að drepa lítið eitt á
helztu ættleggina.
Sagt er að séra Sigfús og Kristin ættu 20 börn og var hann
lengi kallaður »Barna-Fúsi«. Ekki eru kunnug nema 12 þeirra. Gift-
ust þau öll og voru þessi: Olafur, Guttormur, Jón, Ögmundur, Sveinn,
Ingibjörg, Helga, Þórunn, Katrín, Snjófríður, Broteva, Þrúður.
Ólafur Sigfússon vígðist aðstoðarprestur að Hallormsstað 16.
desember 1660 og þjónaði jafnframt Mjóafirði um tíma og var þar
síðar prestur um hrið og á Dvergasteini og siðan á Skriðuklaustri.
Síðan fékk hann Refsstað 1679, og var þar prestur í 50 ár, sagði af
sér prestsskap 1729 og dó ári síðar, 1730. Var hann þá 97 ára, eftir
því sem hann telur aldur sinn við manntalið 1703, en ekki 104 ára,
eins og hann er talinn í prestatali Sveins prófasts Nielssonar og
víðar. Hann var þríkvæntur. Sonur hans með síðustu konunni var
Jón, er varð aðstoðarprestur hans 1723 og fékk svo Refsstað eftir
hann, flosnaði þar upp fellisvorið mikla 1751, er sagt er að Refs-
14