Skírnir - 01.01.1931, Side 216
210
Eirikur i Bót og Eirikur á Rangá.
[Skírnir
staðarsókn færi öll i eyði. Þá fékk hann Sandfell i Öræfum, en undi
þar litt, og fékk Dvergastein 1757 og dó þar 1762, 60 ára. Hann
varð tvikvæntur, en ekki er afkvæmi frá honum, nema Ingibjörgu
dóttur hans og fyrri konu hans Ragnhildar, dóttur Daða Jónssonar
á Vindfelli og Snjófríðar, dóttur Ásmundar blinda. Ingibjörg giftist
í Öræfum Sveini Ásmundssyni bónda á Hofi, en hann drukknaði
með fleiri bændum úr Öræfum vorið 1757. Fór hún þá austur að
Dvergasteini með föður sinum og var þá barnshafandi. Fæddi hún
þar son, er var nefndur Sveinn eftir föður sínum. Hann varð góður
bóndi og hreppstjóri, bjó fyrst á Hofi i Mjóafirði og síðar í Vestdal
(d. 1838). Börn hans voru: 1. Katrín, kona Jóns Ögmundssonar í
Firði í Seyðisfirði, móðir Sveins á Kirkjubóli i Norðfirði (afa Sveins
alþingismanns i Firði i Mjóafirði), Sigurðar i Firði i Seyðisfirði (afa
Sigurðar Jónssonar kaupmanns i Seyðisfirði), o. s. frv., 2. Tómas
bóndi í Fjarðarseli og Firði, faðir Guðnýjar í Fjarðarseli, 3. Guðrún
kona Snjólfs Einarssonar á Hánefsstöðum, og 4. Sveinn hreppstjóri
í Vestdal, faðir Péturs föður Margrétar konu Jóns Bergssonar á Eg-
ilsstöðum.
Hjörleifur, Finnbogi og Guðrún voru enn börn séra Ólafs á
Refsstað, og er margt manna frá þeim komið, svo sem Hallfriður
Eggertsdóttir kona Péturs Péturssonar á Hákonarstöðum (þaðan Há-
konarstaðaætt), Jón Hjörleifsson á Hvoli i Borgarfirði eystra og
Hvannstóði, faðir Sveins, föður Jóns i Brúnavik, Guðrún Jónsdóttir
kona Guðmundar Sigurðssonar á Vaði i Skriðdal, áttu 12 börn, er
öll giftust, Jón Andrésson hinn nafnkunni fjörmaður og hlaupa-
garpur á Vaðbrekku, Hjörleifur Jónsson á Ketilsstöðum í Hlíð, er
Eyjaselsætt er frá, Guðrún Rafnsdóttir, systurdóttir hans, kona Bjarna
Eiríkssonar á Ekru i Kirkjubæjarsókn, langafa Jóns alþingismanns á
Sleðbrjót, og með nokkurn veginn vissu ísleifur Finnbogason á
Geirúlfsstöðum, faðir Óla góðs bónda á Útnyrðingsstöðum á Völlum
og Bergþóru seinni konu Hallgríms í Sandfelli, móður Helga á Geir-
úlfsstöðum og Guðrúnar móður Sigurðar prófasts Gunnarssonar, er
siðast var prestur i Stykkishólmi og prófastur i Snæfellsnessýslu.
Guttormur Sigfússon frá Hofteigi vigðist aðstoðarprestur að
Vallanesi 1660, fékk Hólma i Reyðarfirði 1668 og var þar síðan ti)
dauðadags. Hann var á lífi 1727, 91 árs, karlægur, en mun hafa dá-
ið það ár eða 1728. Hann átti Bergljótu Einarsdóttur frá Hraunum I
Fljótum, bróðurdóttur Þorláks biskups Skúlasonar. Sonur þeirra var
Jón prestur Guttormsson á Hólmum, vigðist aðstoðarprestur til föð-
ur sins 1699, fekk Hólma eftir hann og dó 1731. Börn hans voru:
1. Þórarinn prestur á Skorrastað. Ein dóttir hans var Guðrún; hún
átti fyrr Árna Torfason bónda á Grænanesi í Norðfirði. Sonur þeirra
var Erlendur i Hellisfirði, faðir séra Þórarins á Hofi i Álftafirði,
‘öður Þorsteins prófasts í Heydölum (Hellisfjarðarætt). Síðar varð