Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 217
Skirnir]
Eirikur i Bót og Eirikur á Rangá.
211
Quðrún fyrri kona Davíðs Jónssonar i Hellisfirði. Þeirra börn: Árni
stúdent i Belgsholti, faðir Hannesar skólakennara í Reykjavik, og
Ingunn (merkilega skyggn), kona Odds Jónssonar á Skeggjastöðum
i Fellum, móðir Guðrúnar. móður Jóns Ólafssonar, ágætis bónda á
Skeggjastöðum. 2. Bergljót Jónsdóttir Guttormssonar, varð miðkona
Hjörleifs prófasts Þórðarsonar á Valþjófsstað (d. 1786). Börn þeirra
voru: a. Guttormur sýslumaður á Skeggjastöðum, faðir Oddnýjar
konu Guttorms prófasts Þorsteinssonar á Hofi i Vopnafirði og Þór-
unnar seinni konu Guttorms sýslumanns í Krossavík Péturssonar,
b. Þórður, auðugur bóndi á Skjöldólfsstöðum, barnlaus, c. Margrét
kona Þorsteins prests Stefánssonar á Krossi í Landeyjum. Þeirra
börn meðal annara: Séra Hjörleifur á Hjaltastað, faðir séra Einars í
Vallanesi, föður Hjörleifs prófasts á Undirfelli, Guttormur prófastur
á Hofi, faðir séra Hjörleifs á Tjörn í Svarfaðardal, Jón vefari á Kó-
reksstöðum, faðir séra Péturs á Valþjófsstað og hinna mörgu systkina
hans (Vefaraætt), og Bergljót kona Vigfúsar prests Ormssonar á Val-
þjófsstað, móðir Guttorms stúdents á Arnheiðarstöðum, Sigríðar
konu Stefáns prófasts Árnasonar á Valþjófsstað og systkina þeirra.
d. Sigríður Hjörleifsdóttir átti Pál prófast Magnússon á Valþjófsstað.
Þeirra sonur Guttormur prófastur Pálsson i Vallanesi. 3. Halldóra
Jónsdóttir prests Guttormssonar átti Pétur Arnsted prest á Hofi í
Vopnafirði. Dóttir þeirra var Ólöf kona Sveins Bjarnasonar í Við-
firði. Þaðan er Viðfjarðarætt.
Jón Sigfússon frá Hofteigi bjó á Egilsstöðum i Vopnafirði. Dótt-
ir hans var Ingibjörg kona Jens Wíum sýslumanns. Sonur þeirra
var Hans Wium sýslumaður, en dóttir Bóel móðir Ingibjargar konu
Jóns prests Brynjólfssonar á Eiðum. Einn sonur þeirra var Sigurður
i Njarðvík, er Njarðvikurætt hin yngri kom frá, faðir Jóns i Njarðvik.
Ögmundur Sigfússon frá Hofteigi átti Guðrúnu Þorvarðsdóttur
prests á Klyppsstað, Árnasonar. Sonur þeirra var Ögmundur bóndi á
Surtsstöðum og Ekru, faðir Björns í Fögruhlíð og Snjóholti, föður
þeirra Jóns Björnssonar í Snjóholti og Margrétar konu Bjarna Eyj-
ólfssonar á Hafrafelli. Er margt manna komið frá báðum. Espólín
telur og kominn af Ögmundi Sigfússyni: Halldór prófast Ámunda-
son á Melstað, föður Daniels prófasts á Hólmum.
Sveinn Sigfússon frá Hofteigi var faðir Bjarna, föður Sveins sterka
á Gislastöðum á Völlum, föður Sigurðar á Kolsstöðum, föður Ólafar
konu Sigurðar Eiríkssonar á Mýrum í Skriðdal.
Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Hofteigi átti fyrst Eirik Rafnsson á Ket-
ilsstöðum í Hlið. Var þeirra sonur Ólafur prestur á Hjaltastað (»Mehe«),
er siðast var prestur í Tröllatungu, faðir Ingibjargar, móður Jóns á
Reykhólum, föður Jóns, föður Hermanns sýslumanns á Velli í Rang-
árvállasýslu. Annar sonur Ingibjargar og Eiriks var Sölvi faðir Ingi-
bjargar fyrri konu Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum Jónssonar á Skjöld-
14*