Skírnir - 01.01.1931, Síða 218
212
Eirikur í Bót og Eirikur á Rangá.
[Skírnir
ólfsstöðum Gunnlaugssonar; áttu mörg börn og mannvænleg. Eitt
var Skúli á Brimnesi í Seyðisfirði, er Skúlaætt kom frá eystra, marg-
menn mjög. Síðar átti Ingibjörg Sigfúsdóttir Eirik prest Þorvarðsson
í Hofteigi og með honum eina dóttur, Sigríði. Hún varð þrígift og
komst á tiræðisaldur; átti hún 3 presta, hvern eftir annan. Hinn
fyrsti var Eiríkur prestur i Mjóafirði Árnason, Eiríkssonar prests i
Vallanesi Ketilssonar. Sonur þeirra var Guðmundur prestur í Hof-
teigi og á Hofi, en siðast á Refsstað (d. 1781), faðir séra Sigfúsar, er
var siðastur prestur á Refsstað. Hann var síðast prestur á Ási, varð
tvíkvæntur og átti 10 dætur, er allar giftust, dó 1810, 62 ára. Dætur
hans urðu rnargar gamlar og komust 3 á tiræðisaldur og ein nærri
niræðu. Dóttir séra Guðmundar var Guðrún kona séra Skafta Árna-
sonar á Hofi. Sonur þeirra var Skafti prestur á Skeggjastöðum, faðir
Jósefs læknis í Hnausum, föður Skafta ritstjóra.
Helga Sigfúsdóttir frá Hofteigi átti Sölva bónda í Hjarðarhaga
Gunnlaugsson, prests i Möðrudal Sölvasonar. Sonur þeirra var Ei-
ríkur prestur i Þingmúla, faðir Vilborgar, konu Halls Einarssonar,
hins siðara, i Njarðvik, móðir Sigurðar, föður Einars, föður Halls á
Rangá. Gunnlaugur hét annar son Helgu og Sölva, faöir Sigríðar
móður Ragnhildar konu Jóns Sigurðssonar á Bessastöðum og síðast
i Bót. Synir þeirra tveir voru Guðmundur á Vífilsstöðum, tengda-
faðir Eiríks Bjarnasonar á Vífilsstöðum og Þorsteinn á Hóli í Keldu-
hverfi, faðir Sigurðar á Hóli, föður Vilborgar móður Jóns Magnús-
sonar ráðherra.
Þórunn Sigfúsdóttir frá Hofteigi varð seinni kona séra Högna
Guðmundssonar í Einholti og var þeirra dóttir Ragnhildur, kona
Árna Hjörleifssonar frá Geithellum. Þau bjuggu í Firði í Seyðisfiröi
1703 og síðar á Staffelli í Fellum. Dóttir þeirra var Emerenzíana,
móðir Þrúðar, móður séra Benedikts Þorsteinssonar á Skorrastað,
föður Guðnýjar, móður Þorsteins prófasts Þórarinssonar í Heydölum.
Sonur Árna Hjörleifssonar og Ragnhildar var Hjörleifur bóndi á Staf-
felli, faðir Benedikts, föður Bjargar konu Bjarna Jónssonar á Staffelli-
Katrin og Snjófriður Sigfúsdætur frá Hofteigi giftust báðar, en
ekki verður ætt rakin frá þeim.
Broteva Sigfúsdóttir átti Pétur bónda á Surtsstöðum Rustikusson,
Magnússonar á Sleðbrjót, Benediktssonar. Dóttir þeirra var Rannveig
kona Jóns Rafnssonar i Sleðbrjótsseli. Þeirra sonur var Jón sterki í
Bót, faðir Jóns á Hallfreðarslöðum, föður Bjargar konu Einars Jóns-
sonar í Hrafnsgerði (þaðan er Hrafnsgerðisætt). Sonur Jóns í Bót
var einnig Þórarinn á Urriðavatni, faðir Guðrúnar, móður Þorsteins
Mikaelssonar í Mjóanesi, föður séra Finns á Klyppsstað, föður séra
Jóns á Djúpavogi. Dóttir Jóns Rafnssonar og Rannveigar var Sig-
þrúður í Sleðbrjótsseli, mikilhæf kona, varð tvígift og dó 100 ára
gömul 1816 i Husey hjá Sigríði Bessadóttur dóttur sinni, konu Guð-