Skírnir - 01.01.1931, Side 219
Skirnir]
Eirikur i Bót og Eiríkur á Rangá.
213
mundar Filippussonar, er þar bjó lengi og var nafnkunnur maður.
Sigriður dó degi síðar en móðir hennar, 60 ára. Ein dóttir Sigþrúðar
og Árna seinna manns hennar var Helga kona Þorkels Björnssonar
í Gagnstöð. Þeirra börn Óli i Gagnstöð, Sigþrúður, móðir Stefáns i
Gagnstöð Árnasonar, og 8 dætur aðrar, er allar giftust. Jón hét son-
ur Brotevu og Péturs á Surtsstöðum. Hann átti Guðrúnu dóttur ís-
leifs lögréttumanns á Glúmsstöðum í Fljótsdal, Jónssonar á Hofi í
Skagafjarðardölum, Jónssonar í Bjarnarstaðahlið Arnfinnssonar í Bæ
i Hrútafirði, Guðmundssonar. Synir þeirra voru: 1. Bjarni bóndi i
Brekkugerði í Fljótsdal, faðir Jóns í Húsum, langafa mins. 2. Snorri
faðir Valgerðar i Hjarðarhaga, móður Valgerðar Gunnlaugsdóttur í
Klausturseli, móður Snorra i Klausturseli, móðurföður Snorra læknis
Halldórssonar, 3. Sigurður á Bárðarstöðum, faðir Bjargar, konu Stigs
i Neshjáleigu (þaðan er Stigsætt), móður Helgu Stígsdóttur, móður
Margrétar, móður Kristínar, móður Andrésar, föður mag. Iíristins E.
Andréssonar, 4. Páll á Melum, faðir Solveigar seinni konu Þorsteins
á Melum, móður Jóns föður Önnu, móður Þorvarðs Kjerúlf læknis,
og 5. Ólafur á Eyvindará, faðir Stefáns á Gilsárvelli í Borgarfirði og
Páls i Gilsárvallahjáleigu.
Þrúður Sigfúsdóttir frá Hofteigi segir Espólín eftir Hjörleifi sterka
á Nesi, að hafi verið móðir Jóns Ketilssonar á Brimnesi í Seyðis-
firði, er átti Þóru Skúladóttur Einarssonar á Hraunum í Fljótum
Skúlasonar. Synir þ'eirra voru Einar prófastur á Ási og síðar í Kald-
aðarnesi, faðir séra Hallgríms Thorlacius í Miklagarði, föður séra
Einars Thorlacius i Saurbæ, og Ketill prestur i Húsavik, faðir Magn-
úsar sýslumanns Ketilssonar i Búðardal.
Börn Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum og Hróðnýjar Eiríks-
dóttur frá Bót, sem kunnugt er um, voru: Ólafur, Eirikur, Ketill,
Ragnhildur, Ingibjörg, Járngerður, Snjófriður, Katrín, Gyðríður. Ekki
verða nú raktar ættir frá þeim öllum.
Ólafur Ásmundsson blinda varð prestur á Kirkjubæ 1690, dó
1709, átti Ingibjörgu dóttur Björns sýslumanns á Espihóli, Pálssonar,
Guðbrandssonar biskups. Dóttir þeirra var Ragnheiður kona Bryn-
jólfs prófasts Halldórssonar á Kirkjubæ (d. 1737). Börn þeirra voru
meðal annara: 1. Ólafur prestur á Kirkjubæ, faðir séra Brynjólfs i
Stöð og Ragnheiðar móður Helgu Erlendsdóttur, móður séra Jóns
Austmanns í Stöð, og 2. Ingibjörg Brynjólfsdóttir fyrri kona Gisla
prests Sigurðssonar í Heydölum. Þeirra börn mörg, þar á meðal
Árni prófastur á Stafafelli (d. 1840) og Brynjólfur prófastur i Hey-
dölum (d. 1825), faðir séra Snorra i Heydölum, Dr. Gísla Brynjólfs-
sonar á Hólmum og Rósu, er varð tvígift og var móðir Bergs próf-
asts Jónssonar i Vallanesi og séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg
o. s. frv.