Skírnir - 01.01.1931, Page 220
214 Eirikur í Bót og Eirikur á Rangá. [Skírnir
Sonur séra Ólafs Ásmundssonar var Björn lögréttumaður i Böðv-
arsdal, tvikvæntur. Frá honum er Böðvarsdalsætt.
Ketill Ásmundsson blinda bjó í Fagradal. Sonur hans var Guð-
mundur í Fagradal, faðir Ketils, föður Guðmundar á Ósi, föður Arn-
björns á Stuðlum i Reyðarfirði, föður Bóasar á Stuðlum. Dóttir Guð-
mundar var Sesselja móðir Páls Magnússonar á Heykollsstöðum
(föður Eiríks þar) og Guðmundar Magnússonar á Galtastöðum fremri,
föður Þorbjargar, móður Eiriks, föður Jóns hreppstjóra Eirikssonar á
Hrafnabjörgum dannebrogsmanns. Andrés var enn sonur Guðmund-
ar Ketilssonar, bjó i Fagradal og Syðrivík og var faðir Kristínar,
móður séra Ólafs lndriðasonar á Kolfreyjustað.
Eiríkur var annar sonur Ketils i Fagradal, Ásmundssonar blinda.
Hann bjó á Stórabakka og siðast i Blöndugerði, og átti margt af-
kvæmi og þótti það vænt fólk. Einn sonur hans var Jón eldri bóndi
í Snjóholti, faðir Málfriðar konu Guðmundar Jónssonar á Vífilsstöð-
um og Guðlaugar konu Bjarna Eirikssonar á Straumi, Jón yngri á
Litlabakka, faðir Margrétar konu Sigurðar Runólfssonar á Hrafna-
björgum og Guðmundar á Hallfreðarstöðum, Tómas á Hrærekslæk,
faðir Vigfúsar, föður Jóns í Gunnhildargerði, föður Magnúsar á Galta-
stöðum ytri og Sigmundar Jónssonar i Gunnhildargerði. Dóttir Vig-
fúsar var Guðrún, móðir Helgu Benjaminsdóttur, móður Gunnars
hreppstjóra á Ketilsstöðum á Völlum og systkina hans o. s. frv.
Ragnhildur Ásmundsdóttir blinda átti Bergþór Einarsson frá
Hraunum Skúlasonar. Dætur þeirra voru Ragnhildur seinni kona
séra Bjarna Jónssonar í Möðrudal, móðir Ragnhildar, móður Ing-
veldar Gunnlaugsdóttur konu Jóns prófasts Högnasonar á Hólmum,
og Þórey Bergþórsdóttir, móður Bergþórs á Torfastöðum í Hlíð,
föður Jóns, föður Magnúsar, föður Halldórs á Sandbrekku. Annar
sonur Þóreyjar var Jón, faðir Þóreyjar konu Jóns vefara Þorsteins-
sonar.
Snjófriður Ásmundsdóttir blinda átti Daða bónda á Vindfelli i
Vopnafirði Jónsson og Ingibjargar Jónsdóttur lögréttumanns Daða-
sonar, bróðurdóttur Halldórs prófasts Daðasonar i Hruna. Dætur
þeirra voru Ragnhildur kona séra Jóns Ólafssonar frænda hennar á
Refsstað og Ingibjörg kona Brynjólfs Gíslasonar frá Höskuldsstöðum
í Breiðdal. Þeirra dóttir Guðlaug kona Jóns Hemingssonar á Kol-
múla, móðir Daviðs i Hellisfirði og Gunnhildar konu Bjama Guð-
mundssonar i Sandvik, móður Margrétar, konu Jóns sterka Árna-
sonar i Höfn í Borgarfirði (»Hafnarbróður«).
Þegar ég flutti að Kirkjubæ sumarið 1889 og renndi
huganum yfir héraðið, þá var nærri hvarvetna að sjá af-
komendur Eiríks í Bót, enda liðið meira en 200 ár frá
því, er hann var þar á slóðum. Nálega allir helztu bænd-