Skírnir - 01.01.1931, Side 221
SkirnirJ Eiríkur i Bót og Eiríkur á Rangá. 215
ur þar áttu á einhvern hátt kyn sitt að rekja til hans. í
Bót sjálfri bjó nafni hans Eiríkur Einarsson, Jónssonar vef-
ara Þorsteinssonar, einn bezti bóndinn á Úthéraði. Hann
var einn af þeim fáu bændum, er þá bjuggu enn svo að
aíurðum búa sinna, að hann þurfti ekki nema ullina og
tólgina til að borga úttekt sína í kaupstað. En svo var
breytt orðið um aldamótin, að það hrökk ekki. Þá bjó Hall-
ur Einarsson á Rangá, hinn svipmikli sveitarhöfðingi, er
mér var kunnur frá því er ég ólst upp á næsta bæ við
hann. Á Vífilsstöðum bjó þriðji sæmdarbóndinn, Eiríkur Ei-
ríksson. Allir voru þessir 3 bændur sífellt í heyfyrningum.
Á Hallfreðarstöðum bjó hið gestrisna og glaðværa skáld,
Páll Ólafsson. Á Galtastöðum ytri hið kurteisa prúðmenni,
Magnús Jónsson. í Gunnhildargerði hinn ötuli og ótrauði
röskleikamaður, Sigmundur Jónsson, og í Húsey hreppstjór-
inn Guðmundur Jónsson, greindur maður vel, nýfarinn að
búa. Jón hálfbróðir hans á Sleðbrjót í Hlíðinni, alþingis-
maður, og kenndur við Sleðbrjót, gáfaður maður og gest-
risinn. Á Sleðbrjót bjó og Eiríkur Hallsson, hinn röskasti
starfsmaður. í Sleðbrjótsseli Björn Jónsson, síglaður og
gegn maður. Á Hrafnabjörgum Jón Eiríksson, hreppstjóri
og ágætismaður. Allir voru þetta afkomendur Eiríks í Bót
og enn fleiri sæmdarmenn í hinu gamla Kirkjubæjar presta-
kalli. Mátti þá enn sanna hið gamla orð, er lengi hafði á
legið, að gott væri fólk í Tungu og Hlíð. En það var eigi
aðeins þar, heldur um allt Fljótsdalshérað, að upp úr fjöld-
anum gnæfðu góðir bændur, er voru afkomendur Eiríks
gamla í Bót. En enginn vegur er hér til að telja þá og
læt ég því hér staðar numið.