Skírnir - 01.01.1931, Page 224
218 Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. [Skírnir
Kjartan, spurði hún þá, hvað þeir skyldu að hafast um
daginn, en Óspakur kvaðst mundu kyrru fyrir halda, »ok
«r nú fátt til verknaðar« (Laxd. 48). Glúmur, sonur Óleifs
hjalta, en bróðir Þórarins lögsögumanns, fer sjálfur í eftir-
leit með húskörlum sínum (Nj. 17). Þorkell krafla var hinn
léttasti maður til verka, er hann var á ungum aldri »ok
bauðst jafnan til þess, er öðrum þótti verr at gera«
(Vatnsd. 44). Þorsteinn Kuggason í Ljárskógum hefir verið
viðlíka athafnarmaður sem Skallagrímur, »iðjumaðr mikill
■ok smiðr«. Hann vildi ekki hafa Gretti með sér, »því at
ek sé at þú vilt ekki starfa, en mér henta eigi þeir menn,
sem ekki vinna« (Grettis s. 53). — Skulu nú ekki nefnd
fleiri dæmi um þetta efni, þó að þess sé ærinn kostur.
Ljósvetninga saga hermir, að með Guðmundi rika hafi
löngum verið ríkra manna synir »ok setti (hann) þá svá
ágætlega, at þeir skyldi engan hlut eiga at iðja, en vera
ávallt i samsæti með honum; en þat var þó þá siðr þeirra,
•er þeir váru heima, at þeir unnu, þó at þeir væri af göÞ
ugum ættum« (Ljósv. s. 5). En Vatnsdæla segir, að »þeir
skiptu með sér verkum, synir Ingimundar, því at þat var
siðr góðra manna barna í þann tíma at hafa nokkura iðn
fyrir hendi« (Vatnsd. s. 22). Af þessum ummælum beggja
sagnanna er helzt að ráða, að þá hafi verið öldin önnur,
er þær voru saman settar, og göfugra manna synir þá ekki
gengið að vinnu, svo sem fyrr hafði tiðkazt. Er það og
satt, að ekki munu þess finnast dæmi í Sturlungu, að stór-
höfðingjar eða synir þeirra hafi verið í verki með húskörl-
um. Er þá og öllu oftar en í sögunum talað um ráðamenn
og ráðakonur, sem hafa sjálfsagt létt bústjórninni af
húsbændunum að einhverju eða miklu leyti. En þó að fá-
einir stórhöfðingjar og þeirra börn hafi litt lagt á sig lík-
amlega vinnu, þá mun enginn geta lesið það út úr Sturl-
ungu eða Biskupa-sögum, að hjúin og verkalýðurinn hafi
þá verið minna virt en áður, því að það er vist, að ekki
verður séð með neinu móti, að siðferðisleg afstaða hús-
bænda og hjúa hafi á nokkurn hátt breytzt á hinum síðari
lýðveldisöldum frá því sem áður var.