Skírnir - 01.01.1931, Síða 225
Skimir] Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum. 219
Þessi iðjusemi og starfsnautn íslenzkra höfðingja hefir
•átt ríkan þátt í því að steypa heimilin og allt þjóðfélagið
í miklu fastari heild, en dæmi eru til i öðrum löndum Ev-
rópu. Hér á landi hefir þjóðfélagið aldrei greinzt i tvær
•eða fleiri manntegundir. Hér hefir alltaf ríkt ein þjóðtunga,
«in þjóðmenning. Og þessi menning hefir skapazt fyrir sam-
starf klerka og kotbænda, höfðingja og húskarla — og
hefði enda aldrei getað orðið til og enn þá síður getað
haldizt við, ef slíkt samstarf hefði ekki tekizt á eðli-
legan hátt, því að íslenzk yfirstétt hefir alltaf verið of fá-
menn til þess að geta haldið uppi sérstakri menningu. En
það hygg ég dýpstu rótina að þessu andlega samstarfi, að
þegar í árdaga, er höfðingdómur stóð með sem mestum
blóma, létu höfðingjarnir sér ekki læging þykja, að standa
við hlið húskarla sinna á túnvelli eða engjum eða hvar
sem nytsamlegt verk þurfti af höndum að inna. Þessi virð-
ing fyrir vinnunni er einn dýrasti hluti þess arfs, sem þeir
létu eftir sig, og þann hlutann höfum vér varðveitt dyggi-
lega, enda hefir náttúra lands vors verið máttugur trúboði
um nauðsyn vinnunnar. Þeir, sem berjast saman á vigvelli,
tengjast traustum böndum, en miklu nánari tengdir takast
þó með þeim mönnum, er vinna saman að sömu verkum
•ár eftir ár og láta eitt yfir alla ganga á sama starfssviði.
Sjálfsagt er þó að geta þess, að til voru þau verk, er
óvirðuleg þóttu, en þó voru eigi meiri brögð að því í forn-
öld, en siðar hefir verið. Hirðing búfjár í heimahögum þótti
yfirleitt ekki virðulegt verk vöskum mönnum, og því var
hvorttveggja, að Grettir nennti ekki að gæta gæsanna og
hrossanna, enda hefir honum þótt skömm að því (Grettis
s. 14). Hrafnkell gerir ráð fyrir, að Einar vilji ekki takast
smalamennsku á hendur (Hrafnk. s. 4). Beisk var og Odd-
ný eykindill við Þórð bónda sinn, er hann beiddi hana að
mjalta ærnar, — kvað honum það þá maklegast að moka
kvíarnar (Bj. s. Hítd. 12). Um íra, heimamann Þorsteins
Egilssonar, segir, að »hann var útlendr ok lausingi Þor-
steins, en þó hafði hann fjárgæzlur, ok þær mest at safna
geldfé upp til fjalls á várum, en á haust ofan til réttar«