Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 226
220 Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. [Skírnir
(Egils s. 83). Annars virðist það haía þótt sæmilegt verk
og karlmannlegt, að reka fé til fjalls og fara í leitir. Björn
Hitdælakappi mun hafa verið að reka sauði til fjalls, er
hann heyrði Þorkel Dálksson fara með Kolluvísur (Bj. s.
Hitd. 20), Óspakur Glúmsson fór í leitir (Bandam. s. bls. 9)
á sömu misserum, sem hann fór með goðorð Odds, og
Kormákur var lagður af stað í fjallgöngu, er hann sá Stein-
gerði hið fyrsta sinn. Þá sveikst hann samstundis um ferðina:
Makara ’s mér at mæla
en mórauða sauði
um afréttu elta
orð margt við Steingerði.
(Korm. s. 3.)
Nafnkunnar urðu eftirleitir Ólafs Hávarðarsonar (Hávarðar
s. 2). Grágás mælir og svo fyrir, að það væri griðmanns
verk rétt, að »ganga á fjall um sinn« (I. a. 129; II. 265).
En hirðing búfjár í heimahögum, fjósaverk, smalamennska,
svínagæzla o. s. frv. voru verk, sem lítil virðing var lögð
á. Þó fylgdi Þóroddur Tungu-Oddsson fé föður síns, en
það var raunar einn dag aðeins, og gild orsök til þess,
því að þá hafði hann séð Jófríði Gunnarsdóttur og vildi
afstýra þvi, að faðir hans beitti land Gunnars (Hænsa-Þ.
s. 18). Ýmis fleiri verk mætti telja, sern lítil virðing hefir
fylgt bæði fyrr og síðar. Um Þórhall í Forsæludal segir
Grettis saga, að hann færi sjálfur að leita hesta, er honum
var vant: »af því þykjast menn vita, at hann var eigi mikil'
menni«. Kormákur brigzlar Narfa um, að hann hafi tatt
túnvöllu, en þau brigzl eru í níðvisu, svo að vart er mik-
ið mark á þeim takandi:
Veitk at hrímugr hlúki,
hrókr saurugra flóka,
sás túnvöllu taddi,
tikr erendi hafði.
(Korm. s. 4.)
Hér kallar Kormákur Narfa »hrímugan«, þ. e. sótugan,
og sveigir hann þar að Narfa fyrir eldhúsverk hans
(Korm. s. 4). En þó mun það enginn vansi hafa þótt karU