Skírnir - 01.01.1931, Page 227
SkirnirJ Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. 221
mönnum að ganga að sláturstörfum (sbr. I. a. 129; II. 265).
En sláturstörf voru ekki það eitt, að skera féð, flá það,
hreinsa garnir o. s. frv., heldur og að matreiða slátrið.
»Um haustit annaðist Narfi um slátrastarf. Þat var eitt
sinn, er Kormákr kom í Tungu; sá hann Steingerði í soð-
húsi. Narfi stóð við ketil, ok er lokit var at sjóða« o. s. frv.
(Korm. s. 4). Koll-Ciríss verkstjóri í Ásbjarnarnesi bjó þeim
dögurð, Barða og föruneyti hans, er þeir lögðu af stað í
suðurferðina. Þá voru fimm vikur til vetrar (Heiðarv. s. 22)
og fé gengið úr afrétt (Heiðarv. s. 18) og sláturtíð því að
byrja. Illugi Guðmundarson bryti, Bergljót kona hans og
Þorvaldur feni voru í eldhúsi um nótt að soðningu, er Sæ-
mundur Ormsson fór að Ögmundi Helgasyni í Kirkjubæ
(Sturl. II. 112). Enn önnur störf mætti nefna, er fremdar-
litil þóttu, en það eru þau ein störf, er menn hliðra sér
við að vinna enn í dag, svo sem að fara snattferðir, bera
heim vatn, færa út ösku á haug o. s. frv., en nú skal eigi
meira rita um ekki merkilegra málefni.
Heimilislifið, sem sögurnar lýsa, er venjulega friðsælt
og heilbrigt. Auðvitað var sambúð hjóna talsvert misjöfn,
en þó virðast flest hjónabönd hafa verið miklu farsælli, en
búast hefði mátt við í þjóðfélagi, þar sem óhæfa þótti, að
náin viðkynning tækist milli hjónaefna áður en hjúskapur
var stofnaður. Er þess mjög oft getið í sögum, að góðar
ástir tækjust með hjónum eftir að sambúð þeirra hófst, og
bera þau orð vitni um hreinlífi karla og kvenna á ungum
■aldri. Nutu og konur mikils sjálfstæðis í hjónabandinu og
Téðu öllu með bónda sínum, ef samkomulag var gott.
Studdi það og mjög að góðri sambúð, að konur virðast
eigi hafa gefið bændum sínum mjög að sök, þótt þeir
væru ekki alveg við eina fjölina felldir í hjónabandinu.
Slíkir öðllngar sem Njáll og Hallur af Síðu áttu báðir laun-
getin börn (Nj. 25, 95), og fer engum sögum um, að konur
þeirra hafi metið þá miður fyrir það. Ekki minnist ég held-
ur, að þess sé getið í íslendingasögum eða Sturlungu, að
manni hafi verið gefið það að skilnaðarsök, að hann léti