Skírnir - 01.01.1931, Síða 228
222 Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. [Skirnir
konu sína ekki einhlíta. Hins eru mörg dæmi, að konur
lögðu fjandskap á frillur og laungetin börn manna sinna,
t. d. Jórunn, kona Höskuldar Dalakollssonar (Laxd. 13 og
víðar) og kona Þorgríms á Karnsá (Vatnsd. s. 37). Þó er
vitanlega oft talað um stirða sambúð hjóna og skilnað
hjóna, sem var mjög auðsóttur bæði bónda og húsfreyju,
þangað til kirkjan greip í taumana. En þó hygg ég þann>
dóm Kálunds réttan, að ekki verði annað af sögunum séð,
en að samfarir hjóna hafi almennt verið góðar á söguöld'
inni (Aarb. for nord. Oldkh. 1870, bls. 301). Öðru máli'
kynni að gegna um Sturlunga-öld, en þó verður þess að
geta, að það voru aðeins menn af nokkrum höfðingjaætt-
um, sem virtu hjónabandið að vettugi, en hjúskaparfar
allrar alþýðu mun hafa verið hið sama þá sem á sögu-
öldinni.
Samkomulag foreldra og barna virðist og hafa verið
mjög gott. Stórlyndir og stoltir synir beygja sig skilyrðis-
laust fyrir vilja gamalla feðra sinna (Njálssynir, Ingimund'
arsynir). Vitaskuld áttu feðgar ekki alltaf lund saman (Þór-
ólfur bægifótur og Arnkell) eða voru of lyndislikir til góðs-
samkomulags (Skallagrímur og Egill), en þó voru það eins-
dæmi, — og var enda að endemum haft, — ef synir deildu
við föður sinn (Þorgeir Ljósvetningagoði og synir hans),
Dætur beygðu sig og nálega undantekningarlaust undir
vilja foreldra sinna. Jafnvel Guðrún Ósvifursdóttir og Hall'
gerður létu sér nokkurn veginn lynda, er feður þeirra gáfu
þær til fjár, að þeim sjálfum fornspurðum. Þó vildi Egilí
ekki gefa dóttur sína nauðuga (Laxd. s. 23) og ekki Flosi
frændkonu sína án hennar vilja (Nj. 97), svo að þess eru
dæmi, að eldri kynslóðin gat líka virt og skilið vilja og
tilhneigingar hinna yngri manna.
Um samkomulag systkina er allt hið sama að segja-
Það virðist hafa verið gott yfirleitt, þótt út af því gæ*i
brugðið. Annars vil ég vísa til ritgerðar Kálunds um allt
þetta efni (Familielivet paa Island, Aarb. 1870). Sú ritgerð
er samin af góðri greind og athygli, og þótt hún nái að-
eins yfir söguöldina, þá hygg ég, að flest það, sem Kálund