Skírnir - 01.01.1931, Síða 230
224
Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum. [Skírnir
ég, að hann hafi aldrei verið svo fagur og sviphreinn sem
á lýðveldistímanum.
Heimilið var griðastaður allra heimamanna. Þar nutu
þeir sérstakrar löghelgi, heimafriðar og verndar húsbónd-
ans út á við, ef þeim bar nokkuð það til handa, að þeir
þyrftu verndar við. Að vera á griði með einhverjum tákn-
ar því að verða aðnjótandi heimafriðar og húsbóndavernd-
ar, hvort sem um vistráðin hjú var að ræða eða aðra
menn, sem heimilisfaðirinn hafði léð húsaskjóls og þar með
lögheimilis. Að vísu er ekki getið um heimafrið í Grágás
og ekki er þar heldur minnzt á verndarskyldu húsbóndans
gagnvart hjúum sínum né öðrum heimamönnum. En í
norskum lögum og Jónsbók eru ákvæði um heimafrið
(heimfrið). Jónsbók segir svo: »En ef maðr særir mann
eða berr eða skemmir fullréttisverkum í heimili sjálfs hans,
þá eykst at helmingi réttr þeirra, er fyrir sársaukum ok
skemmdum verða; svá eru þeir ok hálfu meira sekir við
konung, er heimsókn veita ok heimafriðinn brjóta, ef hinir
lifna, en með öllu útlægir, ef þeir deyja« (Jb. Mannh. 19).
Ég get nú ekki trúað öðru, en að það sé ævagömul rétt-
arvenja, að réttur manna aukist, ef unnin eru skemmdar-
verk á þeim á heimilum sjálfra þeirra, en þó er svo sem
fyrr sagði, að Grágás þegir um það atriði og ekki kann
ég að nefna neinn sögustað, er sanni, að svo hafi verið
hér á landi á lýðveldistímanum. En sjálft orðið grið og
ákvæði norskra laga og öll sú helgi heimilisins, sem er
lýst á svo margvíslegan hátt í sögunum, — allt þetta virð-
ist mér benda ótvírætt í þá átt, að heimafriðurinn hafi ekki
verið fyrst leiddur i lög með Jónsbók hér á landi. — Um
hitt atriðið, skyldu húsbóndans íil að vernda heimamenn
sína eftir megni, þarf ekki að efast. Þeir voru sem limir af
hans líkama og mótgerðir við þá voru mótgerðír við hann,
enda Iá öll virðing hans við, að hann rétti hluta þeirra, ef
á þurfti að halda, og hefndi þeirra, ef þeir voru vopnum
vegnir. Því sagði Þorleifur kimbi, er tilrætt varð um mann-
jöfnuð með þeim Snorra goða og Arnkeli og Styr, að hon-
um þætti Arnkell þeirra miklu mestur, þvi að Styrr og