Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 231
Skírnir] Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. 225
Snorri væru sem einn maður fyrir tengdasakir, »en engir
liggja heimamenn Arnkels ógildir hjá garði hans, j)eir er
Snorri hefir drepit, sem Haukr fylgdarmaðr Snorra liggr
hér hjá garði hans, er Arnkell hefir drepit«. »Þetta þótti
mönnum mjök mælt, ok þó satt«. Má tína til mýmörg
dæmi úr sögunum, er sýna, hve djúpt þessi hugsunarhátt-
ur hafði læst sig inn í meðvitund þjóðarinnar, og skulu nú
nokkur þeirra nefnd.
Það var í upphafi íslands byggðar, að Björn Brynjólfs-
son frá Aurlandi flýði til íslands með Þóru hlaðhönd, syst-
ur Þóris hersis Hróaldssonar, er hann hafði numið brott úr
Noregi að óvilja bróður hennar. Skallagrímur bauð þeim
til sin, þvi að hann var ástvinur og fóstbróðir Þóris, en
vissi ekki, hversu af stóðst um ferð Bjarnar. En er fregnir
bárust til íslands um hagi þeirra Björns og Þóru, reiddist
Skallagrímur ákaflega og þóttist illa svikinn, og er svo að
sjá af sögunni, sem hann hafi þá verið til alls búinn við
Björn. En þó var hann nú kominn milli tveggja elda: Þórir
var fóstbróðir hans, en Björn heimamaður. Enda gekk Björn
á það lagið: »Mun nú vera á þínu valdi, hverr minn hlutr
skal verða, en góðs vænti ek af, þvi at ek em heimamaðr
þinn.« Og svo rík var þá friðhelgi heimilisins í hugum
manna, að sjálfur Skallagrímur sefaðist, enda lagði Þórólf-
ur sonur hans og margir aðrir góð orð til með Birni, og
fór svo að lokum, að Skallagrímur kom Birni i sætt við
Þóri hersi (Egils s. 34—35).
Hallfreður vandræðaskáld refjaðist um að greiða hús-
karli Hrafns skálds Önundarsonar '/2 mörk silfurs. Hallfreð-
ur hafði komið skipi sinu í Leiruvog. Hrafn reið þá til með
sex tigu manna og hjó strengina, svo að skipið rak upp
á leirur. Síðan varð Hallfreður að selja Hrafni sjálfdæmi
(Gunnl. s. 10, sbr. Hallfr. s. 11, — sagan er þar sögð á
nokkuð annan veg).
Það gerðist á Reykhólum að Þorgils Arasonar, að
Vegglagur smiður, sem þar hafði verið að skálasmíð með
Þorgeiri Hávarðssyni, varð sannur að mörgum stuldum.
Iilugi Arason vildi láta hengja hann, en Þorgeir tók svari
15