Skírnir - 01.01.1931, Síða 232
226
Sanibúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. [Skírnir
hans: »Ekki muntu svá vilja lúka við húskarl þinn.« Illugi
lét af sínu máli, en þó meðfram fyrir hótanir Þorgeirs um
að maðurinn skyldi dýrkeyptur. Þó mundi Illuga að líkind-
um eigi hafa verið lagt það til ámælis, þó að hann hefði
hengt Vegglag, því að Vegglagur hafði sjálfur rofið heim-
ilisfriðinn með glæpum sínum.
Þjóstólfur, fóstri Hallgerðar, barði eitt sinn húskarl
Höskulds föður hennar, og rak Höskuldur hann þegar á
brott (Nj. 15). — Þá er þeir bræður, Hrútur og Höskuld-
ur, deildu um móðurarf sinn, fór Hrútur eitt sinn til Hösk-
uldsstaða, er Höskuldur var eigi heima, og rak brott tutt-
ugu naut. Húskarlar Höskulds veittu honum eftirför og
féllu fjórir þeirra, en hinir urðu allir sárir. Höskuldur hafði
þegar kippt mönnum að sér, er hann spurði ránið. En er
hann frétti ófarir húskarla sinna, varð hann óður við. Og
er Jórunn kona hans reyndi að sefa hann, þá svaraði hann,.
að gjarna vildi hann, að um annað væri oftar að tala, en
dráp húskarla sinna (Laxd. 19). Það var höfuð-svívirðing,
sem hann gat ekki þolað, og ránið vitanlega lítils virði á
móts við þá hneisu.
Vart mun nokkur höfðingi á söguöld hafa verið hjú-
um sínum hollari en Guðmundur ríki. Þá er hann sá Þor-
björn rindil hið fyrsta sinn, spurði hann Vígfús Víga-Glúms-
son: »Hefir þú nökkurn þann sét, er síðr sé nökkurs verðr
en þessi maðr?« Síðar gerðist Rindill heimamaður Guð-
mundar, og vann í hans þjónustu eitt hið ógeðslegasta
flugumannsverk, sem getið er um í sögum. Eilífur í
Gnúpufelli, frændi Guðmundar, vo Rindil, og varð Guð-
mundur þá svo reiður, að hann heitaðist um að brenna
upp bæ vinar síns, Hlenna hins spaka í Saurbæ, því að
þangað hafði Eilifur flúið. »Engum skal hlýða at drepa
heimamenn mína.« Hlenni gat skotið Eilífi undan og komst
hann til Gnúpufells. Þar kom og Guðmundur innan stund-
ar og lét bera eld að bænum. Þá gekk fram kona Guð-
mundar, sem var þar i kynnisför. Var hún náskyld konu
Brúna, er bú átti með Eilifi bróður sinum þar í GnúpufellL
Hún kvaðst eigi mundu út ganga frá frændkonu sinni-