Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 233
Skírnir] Sambuð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum.
227
Guðmundur kvað verkið eigi mundu fyrir farast hennar
vegna. Þá gekk fram Halldór, sonur Guðmundar, og kvaðst
ekki mundu skiljast við móður sína. Þá lét Guðmundur
»teljast, ok fór í brottu; síðan varð aldrei vel með þeim«.
Svo mjög þótti Guðmundi sér misboðið í drápi auvirðileg-
asta heimamanns síns, að hann mat hefndina dýrri en gaml-
an vin sinn, frændur og eiginkonu, þangað til bráðasta reið-
in rann af honum, er sonur hans skarst í málið á þann
hátt, sem sagan segir (Ljósv. s. 18, 20).
Önnur saga er til um drengilega breytni Guðmundar
við húskarl sinn, og er framkoma hans þar miklu sæmi-
legri og höfðinglegri. Með honum hafði vaxið upp sá mað-
ur, er Þorsteinn hét og hafði hann mannazt vel, þótt ekki
væri hann stórrar ættar. Hann gerðist verkstjóri Guð-
mundar, og þar kom, að hann vildi kvongast. Hann fór
þess á leit, að Guðmundur beiddi konunnar fyrir hans
hönd. Tók Guðmundur því vel, — kvaðst mundu vekja til
á hestaþingi á Oddeyri, »en gera eigi at því ferðir mínar
einvirðulega«. Kaupin voru ráðin, en þá beiddist Þorsteinn,
að Guðmundur sæti brullaup sitt. En Guðmundur kvaðst
ófús að veita honum það, bersýnilega vegna þess, að
brúðkaupið skyldi haldið í sveit Þóris Helgasonar. Þó varð
Guðmundur við bón Þorsteins, en að því brullaupi kom
upp illmælið þeirra Þóris og Þorkels háks um Guðmund.
Reið Guðmundur á brott hinn annan dag boðsins, og er
Þorsteinn bað hann að dvelja lengur, lét Guðmundur hann
kenna þess, að húskarl yrði að stilla kröfum í hóf við hús-
bónda sinn: »Bið þú nú eigi framar enn ek vil veita þér,
því at þat mun eigi stoða« (Ljósv. s. 13).
Þá er Vöðu-Brandur beiddist veturvistar af Þorkeli
Geitissyni, gerði Þorkell honum kost á því, ef hann tæki
sér þar lögheimili og seldi honum varning sinn í hendur,
»hvat sem at borði kann at bresta«. Hefir Þorkell viljað
tryggja sér húsbóndavaldið yfir Brandi og fjármuni hans,
því að Brandur var kallaður hinn mesti ódældarmaður. Og
ekki fór hann betur með sínu ráði, en að hann hljóp úr
vistinni fyrir engar sakir, og þótti Þorkeli það gert til sví-
15*