Skírnir - 01.01.1931, Page 234
228
Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum. [Skírnir
virðingar við sig. Skömmu síðar vann Brandur á einum
þingmanna Guðmundar hins ríka. Hljóp hann þá til Þor-
kels aftur, en Þorkell kvað betra, »at hann hefði kyrr ver-
it — en þó mun ek við þér taka, því at ek man eigi, at
ek hafi heimamann minn fyrir róða látit«. Og er Þorkell
beiddi Þorstein Síðu-Hallsson liðveizlu móti Guðmundi ríka,
lýsti hann málavöxtum svo, að Brandur, mikill ónytjungur,
hefði unnið á einum bónda, „en nú er hann minn heima-
maðr“ (Ljósv. s. 9—10).
Varla finnst raunalegra atvik í öllum íslendinga-sögum,
en er Hrafnkell neyddist til að vega Einar, vegna heit-
strengingar sinnar, enda varð honum mikið um það víg
(Hrafnk. s. 6—7). Hvergi sést betur, hvílíka helgi ævagam-
all hugsunarháttur hafði lagt á sambúð húsbónda og heim-
ilismanna.
Og sá hugsunarháttur breyttist ekki, þó að aldir rynnu
fram. Allan lýðveldistímann, og sjálfsagt miklu lengur, hagg-
aðist ekki afstaða húsbóndans til hjúsins eða heimamanns-
ins, svo að séð verði. Um þær mundir, sem deilurnar voru
með Hvamm-Sturlu og Einari Þorgilssyni, misþyrmdi Viðar
Þorgeirsson, fóstbróðir Einars, Kjartani nokkrum, húskarli
Óspaks í Holti. Óspakur beiddist bóta af Viðari, »ok virð
mik til í þessu máli, er hann er húskarl minn« (Sturl. I. 76).
Svertingur Starrason, heimamaður Einars Ingibjargarsonar,
barg eitt sinn Einari Þorgilssyni, er hann var nálega geng-
inn í greipar Hvamm-Sturlu. Sturla kvað hann þess mak-
legan, að hann væri drepinn, »ok var við sjálft, at þat færi
fram; en þat barg honum, at hann var heimamaðr Einars
Ingibjargarsonar«, sem var stjúpsonur Sturlu (Sturl. I. 72).
Snorri Sturluson varð svo óður við, er Dagstyggur Jóns-
son, sekur heimamaður hans, var veginn fyrir tilstilli Orms
Svínfellings, að við sjálft lá, að hann berðist við Orm á
Alþingi (Sturl. I. 423—425). Þorvarður Þórarinsson lét sér
mjög mislíka, er Kolbeinn grön var veginn, því að Kol-
beinn hafði verið heimamaður hans um veturinn, »þótt
hann væri skamma hríð« (Sturl. II. 215). Tel ég nú óþarft
að telja fleiri dæmi úr Sturlungu um þetta efni.