Skírnir - 01.01.1931, Page 235
Skirnir] Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum.
229
Dæmi eru þess, að húsbændur reyndust hjúum sínum
illa, en þau eru örfá. Eysteinn Mánason á Rauðaskriðu, ill-
menni mikið, brenndi upp bæ sinn og fénað og hjón sín
öll, er hann var sekur orðinn (Reykd. s. 3). Um það verð-
ur vitanlega ekki sagt, hvort hjón hans hafa verið frjáls
eða ánauðug. Þorbjörn öxnamegin »var til þess tekinn, at
hánum var verra til hjóna en öðrum mönnum, ok galt nær
engum manni kaup« (Grettis s. 30). Harðleikinn reyndist
hann og Ála húskarli sínum (Grettis s. 45). Þórhallur í
Hólmlátri stefndi húskarli sínum um hrossreið og sótti hann
til fulirar sektar á þingi, en Hvamm-Sturla skaut skjólshúsi
yfir húskarlinn, því að hann hafði verið með honum áður.
Þórður Laufæsingur, sem verið hefir blandinn mjög, eggj-
aði fyrst Þorvarð kamphund, húskarl sinn, til þess að vega
Sörla austmann. En er Þorvarður hljóp út eftir vígið, »þá
sat Þórðr bóndi á stóli ok reisti sik fyrir hann, ok fell
Þorvarðr um fætur Þórði«. Bróðir austmannsins vann þá á
húskarlinum, en þó komst hann lífs af. Ekki er þess getið,
að Þórður ætti nokkrar sakir, hvorki við austmennina né
húskarl sinn. Ula lauk og Már Bergþórsson við Ólaf Hildis-
son, er var á skipi með honum. En illa mæltist það fyrir,
og af því máli hlutust deilur þeirra Þorgils og Hafliða
(Sturl. í. 11). — En þessi dæmi eru alveg einstök, og hefi
ég ekki orðið var við fleiri slík, en vitanlega er nokkrum
sinnum getið um kryt meðal húsbænda og hjúa, sem tæp-
ast er i frásögur færandi.
Nú er að lita á hina hlið málsins, háttalag og breytni
hjúa við húsbændur sína. Er þar skemmst af að segja, að
svo sem landsvenjan skyldaði húsbóndann til þess að fara
vel með hjú sitt og halda yfir því hlífiskildi, hvenær sem
þess þurfti, svo var og talið sjálfsagt, að hjúið ynni hús-
bóndanum dyggilega, héldi uppi sæmd hans í öllum grein-
um og legði líf sitt við hans líf.
Fyrst er þess að geta, að nokkur dæmi eru þess, að