Skírnir - 01.01.1931, Side 236
230
Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. |Skirnir
jafnvel þrælar sýndu drottnum sínum mikla hollustu og
veittu þeim hið bezta brautargengi. Þá er Laugarbrekku-
Einar veitti Lón-Einari og förunautum hans eftirför einn
saman, hljóp Hreiðar þræll hans eftir honum og varð bana-
maður tveggja þræla Lón-Einars. Fyrir það þá hann frelsi
og land svo vítt, sem hann gæti girt um á þrem dögum
(Hb. 63, Stb. Mb. 75). Tveir þrælar Ástríðar, móður Víga-
Glúms, voru svo hollir henni, að hún þóttist varla mega
halda búi sínu án þeirra (Viga-Gl. s. 7). Þá er Glúmur lá
fallinn í bardaganum á Hrísateigi, lögðust tveir þrælar
hans ofan á hann og burgu svo lifi hans, en voru sjálfir
stangaðir spjótum til bana (Víga-Gl. s. 23). Gríma sendi
Kolbak þræl sinn til þess að sitja fyrir Þormóði Kolbrúnar-
skáldi (Fóstbr. s. 9). Ásgautur á Goddastöðum rak karl-
mannlega erindi Vigdísar húsmóður sinnar, er hann barg
Þórólfi frænda hennar (Laxd. 15). — Þrælar þeir, er nú
voru nefndir, munu allir hafa fæðzt í ánauð hér á landi,
nema Ásgautur, sem Þórður goddi hafði út með sér (Laxd.
11), 0 og er það athyglisvert. Þrælar þeir, sem voru alnir
upp á heimilunum, hafa verið miklu spakari og drottinholl-
ari, heldur en þeir landnámsþrælar, sem fluttir voru her-
teknir út hingað, svo sem t. d. þrælar Hjörleifs og Ket-
ils gufu.
Auðvitað voru frjálsir griðmenn ekki eftirbátar þræla
um' hollustu við húsbændur sína. Má svo að orði komast,
að nálega önnur hver blaðsíða í forníslenzkum sagnaritum
beri vitni um tryggðataugar verkalýðsins til lánardrottna
sinna. Njála bregður með venjulegri list snarljósi yfir það
atvik, er Bergþóra bar mat fyrir hjón sín hið síðasta sinn.
Orð sögunnar eru fá, en þó nógu mörg til þess, að eng-
um getur dulizt, hvernig heimilislífið á Bergþórshvoli hefir
1) Tiðindi þau, sem þeir Hreiðar og þrælar Ástríðar voru við
riðnir, geta ekki hafa orðið fyrr en um 950—960 (Safn I. 327, 395);
bardaginn á Hrísateigi var 983, eða ef til vill nokkru síðar (Safn I-
396—397), en ástir þeirra Þormóðar og Kolbrúnar munu hafa tekizt
kringum 1020 (Safn I. 465).