Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 237
Skírnirj Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum.
231
verið. Þar hefir allt verið heilt og trútt, og voru þó sumir
geðrikir og ekki við alþýðu-skap á því heimili.
Vitanlega hefir það verið fyrsta og fremsta skylda
hjúsins að vinna dyggilega þau verk, sem því voru ætluð.
Sögurnar eru fremur fáorðar um vinnubrögð á heimilun-
um, — þær geta aðeins um slíka hluti af tilviljun; — en
ekki hefi ég fundið þess neitt dæmi, að hjú hafi verið
rekin úr vist vegna þess, að þau hafi verið hyskin og
vinnulítil. Þorbjörn öxnamegin barði að vísu húskarl sinn,
af þvi að honum líkuðu ekki verk hans, en hann rak hann
ekki á brott, heldur hljóp húskarlinn sjálfur úr vistinni. En
vitanlega hafa hjú gefizt misjafnlega, ekki síður á lýðveld-
istímanum en á seinni öldum.
Hins finnast nokkur dæmi, að hjú vilja losna úr vist
eða hlaupa úr vist. Þegar Vöðu-Brandur kom út, vildi
Einar, húskarl Þorkels Geitissonar, hlaupa úr vistinni, vegna
þess, að hann vildi ekki vera samvistum við Vöðu-Brand,
því að »til hans má enginn maðr sæma«. En Þorkell taldi
honum það marglæti, að bregða vist sinni fyrir þær sakir,
og ekki vildi hann sleppa Vöðu-Brandi, er hann hljóp af
heimilinu, svo sem fyrr sagði. Hefir þetta og allar stundir
verið almennur hugsunarháttur á íslandi, að það væri hneisa,
að geta ekki haldið hjúum sínum eða heimamönnum í vist.
Viðlíka voru undirtektir Ólafs pá, er nautamaður hans vildi
ráðast brott vegna afturgöngu Hrapps (Laxd. 24). Annars
voru það ekki einsdæmi, að vinnufólk ærðist úr vist sinni
vegna draugagangs. Fimm hjú stukku frá Fróðá, er undrin
miklu gerðust þar (Eyrb. s. 54), öll hjú Þórhalls á Þór-
hallsstöðum hlupu úr vistinni fyrir Glámi nema nautamað-
ur (Grettis s. 32, 33) og allt fólk ætlaði að ráðast burt af
Bakka undan afturgöngum Þormóðar bónda (Hávarð. s. 2).
í engu því dæmi, sem nú voru nefnd, var ósamlyndi við
húsbændurna orsökin til óánægju eða brotthlaups hjúsins.
En einstaka sinnum er þó getið um misjafnt samkomulag
meðal hjúa og húsbænda. Gunnar á Hlíðarenda sagði Hall-
gerði það maklegast, að senna við heimamenn sína, en eigi
í annarra manna hýbýlum (Nj. 35). Ekki kemur það þó fram