Skírnir - 01.01.1931, Side 238
232 Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. [Skirnir
annars staðar í sögunni, að Hallgerður hafi verið óvinsæl
af hjúum sínum á Hlíðarenda, og allir heimamenn hörm-
uðu hana, er hún fór brott frá Felli eftir víg Þorvalds
Ósvífurssonar, enda hafði hún verið þeim gjafmild. í jar-
teinabók Þorláks biskups, þeirri er lesin var upp á Alþingi
1199, er sagt frá presti, sem hafði orðið fyrir miklu vand-
ræði: »Hann hafði með sér húskarl i vist, þungan ok þrjót-
lyndan. Var þar hvartki at sjá til værleika né verknaðar.
En ef hann gerði nökkurn ákenning, prestrinn, þá bauð
húskarlinn honum á mót öxi ok áverk.« Presturinn sá þá
ekki annað ráð vænna, en að heita á heilagan Þorlák »at
hann skyldi á þeirra mál sjá, svá at vildra yrði«. »Ok tók
hann þegar at syngva saltera til glorie sælum Þorláki bisk-
upi.« Svo brá við, að eftir það mælti húskarl ekki öfugt
orð við prestinn. — Dæmi eru þess, að griðmaður veiti
húsbónda sínum tilræði (Laxd. s. 63. Hrappur, frændi Víga-
Hrapps: »Ek hefi orðit missáttr við húsbónda minn; hafða
ek af honum viðfarar ekki góðar, en ek hefi þat at nafni,
at ek vil ekki sitja mönnum slíkar hneisur, ok veitta ek
honum tilræði; en þó get ek at annathvárt hafi tekit lítt
eða ekki.«) Og tvö dæmi hefi ég fundið þess, að húskarl yrði
húsbónda sinum að bana: Grímur Snorrason frá Múla, veg-
inn af húskarli sínum austur í fjörðum (Sturl. I. 25), og
Vermundur Tumason á Ökrum, veginn af Brandi Þorsteins-
syni, sauðamanni sínum (Sturl. I. 537). ’) Má vera, að mér
hafi skotizt yfir einhver önnur dæmi um vigaferli milli hús-
bænda og griðmanna, en ekki geta þau verið mörg.
Það er aðeins eitt skylduverk griðmanna, sem getið
er um iðulega í hverju einasta íslenzku söguriti, þó að
vinnubragða þeirra sé lítt minnzt að öðru leyti. Það hafa
verið þögul og sjálfsögð undirmál við allar vistráðningar
á lýðveldistímanum, að griðmaðurinn veitti húsbónda sín-
um vígsgengi, hvenær sem nauðsyn krefði. Og þessa ólög-
1) Hér mætti að vísu geta Þjóstólfs, fóstra Hallgerðar. En hann
var fremur aðskotadýr en heimamaður á heimilum þeirra Þorvalds
og Glúms, er hann vo þá.