Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 239
Skirnirj Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum. 233
mæltu skyldu ræktu griðmenn svo vendilega, að tæpast
var nokkur sá vopnafundur háður allan lýðveldistimann, að
griðmenn kæmu þar ekki við söguna. Þetta er svo örugg
og óvéfengjanleg söguleg staðreynd, að ekki þarf vitnanna
við. Mundi það og verða all-umfangsmikill dæmabálkur,,
þótt ekki væri tínt til nema einn tvítugasti hluti þess, sem
sögurnar og Sturlunga herma urn það efni. Þess er nokkr-
um sinnum getið um þræla, að þeir reyndust allhræddir
og tómlátir til liðveizlu, ef háska bar að höndum (þrælar
Þórarins Mávhlíðings, Eyrb. s. 18, þrælar Arnkels goða,
Eyrb. s. 37). En slík þrælslund var svo fátíð meðal frjálsra
griðmanna, að nafn Þorsteins stama, húskarls Eyjólfs Kárs-
sonar, er enn þá uppi vegna þess, að hann spurði Eyjólf,
hvort hann skyldi eigi gefa nautum, er Gísli af Rauðasandi
sótti Eyjólf í kastalann á Stökkum. Eyjólfur sagði Þorsteini
að fara hvert er hann vildi, og hljóp Þorsteinn þá í fjósið
»hræddr svá at hjartat loddi
liapplaust við þjónappa«.
Griðkona ein var þar í kastalanum og dugði hún Eyjólfi
betur en húskarlinn (Sturl. I. 324). Er þess oftar getið, að
heimakonur veittu húsbændum sínum lið svo sem þær
kunnu, er háska bar að höndum. Helgi Harðbeinsson lét
selkonur sínar snarast í karlmannsföt til þess að villa þeim
Þorgilsi Höllusyni sýn (Laxd. s. 63), Þorgils Oddason beitti
hinu sama bragði, er Már Bergþórsson ætlaði að veiða
Ólaf Hildisson á mýrunum nálægt Staðarhóli (Sturl. I. 18).
Við bar það og, að griðkonur eggjuðu hefnda ekki síður
en húsfreyjur, sem áttu um mikið að mæla. Griðkona mælti
þeim frýjunarorðum til Gunnars Þiðrandabana, er Ketill
þrymur var veginn, að hann hljóp út og skaut Þiðranda
til bana (Gunnars þ. [í ísl. þ.] 4, sbr. Fljótsd. s. 16). Held-
ur eggjaði og griðkona Hrafnkels hann ákaflega, er hún sá
reið Eyvindar Bjarnasonar, en þó taldi Hrafnkell nokkur
tvimæli á, að henni gengi gott til (Hrafnk. s. 17).
Þó skyldi enginn ætla, að húsbændur hafi haft þessa
drottinhollu griðmenn í hendi sér sem dauð verkfæri. Þess