Skírnir - 01.01.1931, Page 240
234 Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum. [Skírnir
er getið í sögum oftar en eitt sinn, að þeir héldu einurð
sinni, ef húsbóndi þeirra bauð þeim að vinna þau verk,
sem þeim þóttu ódrengileg. Þorkell Geitisson sagði Þórði
heimamanni sínutn, að hann hefði hugað honum sendiför í
Njarðvík. Var þetta um þær mundir, sem Þorkell var að
leita hefnda eftir Þiðranda bróður sinn. Þórðurmælti: »Þat
eitt erindi vil ek þangat bera, at þeim bræðrum (Ketils-
sonum) sé ekki misboðit í þeirri ferð« (Gunnars þ. [í ísl.
þ.] 5). Áður hefir verið minnzt á Sverting Starrason, heima-
mann Einars Ingibjargarsonar, sem lét Einar Þorgilsson og
iöruneyti hans lausa í Sælingsdalstungu, til þess að firra
vandræðum (Sturl. I. 72). Þá er þeir synir Þórðar Laufæs-
ings veittu Ögmundi sneis fyrirsát, höfðu þeir þrjá hús-
karla sína með sér. Einn þeirra kvaðst ekki mundu vera á
móti Ögmundi, »en dvelja má ek förunaut hans«, annar
þagði, en hinn þriðji kvaðst »eigi vera mundu á móti Ög-
mundi, ef hann veitti honum eigi« (Sturl. I. 178). Sturla
Sighvatsson lét læsa heimamann sinn, Vigfús ívarsson, í
stofu, er hann tók Vatnsfirðinga af lífi, enda var Vigfús
hinn mesti vin þeirra bræðra (Sturl. I. 431). Þó virðist
Vigfús hafa fylgt Sturlu lengi síðan og féll hann með hon-
um á Örlygsstöðum (Sturl. I. 532). Þá er Ögmundur Helga-
son tók Ormssonu af lífi, lá við sjálft að enginn heima-
manna hans fengizt til að höggva Guðmund Ormsson. Loks
var Þorsteinn hrakauga kúgaður til þess (Sturl. II. 127—128).
Fleiri slík dæmi mætti neína.
í þessu sambandi má geta þess, að það er nálega
einsdæmi, að húsbóndi sendi griðmann sinn til höfuðs óvin-
um sínuin. Flosi í Árnesi sendi húskarl sinn til þess að
vega Þorgeir Önundarson (Grettis s. 11). Þetta var skömmu
eftir landnámstíð og því fullt svo líklegt, að »húskarl«
þessi hafi verið þræll sem griðmaður. Þeir, sem flugu-
mannsverkin unnu, voru einkum þrælar, meðan þeir voru
til, og var þeim oft heitið frelsisgjöf að verkkaupi (sjá t. d.
Eyrb. s. 26, 43), eða þá sekir menn og lausingjar allskonar
og landsofringjar. Þeir voru ekki til sparandi. Að vísu sendi
Þóroddur goði Þorgrím Óttarsson, systrung sinn, til Mý-