Skírnir - 01.01.1931, Side 241
Skirnir] Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum.
235
vatns til þess að njósna um hýbýli Viga-Skútu, svo að
hefndum yrði fram komið við hann (Reykd. s. 30). Þor-
grímur var að vísu fremur njósnarmaður en flugumaður,
en þó er einstakt, að svo vel ættaður maður taki við svo
auvirðilegu erindi. Er þess og getið, að hann hafi mælt í
móti í fyrstu og þótt illt að starfa í slíku. Má og vera, að
sagan sé ekki sönn, — Þorgríms Óttarssonar finnst hvergi
getið annars staðar, svo að ég viti til, — Landnáma nefnir
hann ekki. En hitt má telja víst, að hver sæmilegur grið-
maður hefði talið slíkt verk sér ósamboðið, og bændur
enda horft í að senda nýta verkmenn í háskaferðir slikar.
Hitt er ekki síður merkilegt, að nálega aldrei virðist
hafa verið gerð tilraun til að bera fé á heimamenn til þess
að egna þá í höfuð húsbónda sínum. Sigríður, fóstra Víga-
Skútu, sagði Þorgrími að vísu leyndarmál Skútu, en Þor-
grímur hafði náð ástum hennar og hún hélt hann vera vin
fóstra síns. Svartur, verkstjóri Þorgils örrabeinstjúps, tók
við fé til höfuðs Þorgilsi og veitti honum tilræði, en hann
hefir að likindum verið þræll, svo sem nafnið helzt bendir
til. En aldrei er þess getið i Sturlungu, jafnvel ekki þegar
hörðustu hrinurnar gengu yfir, að höfðingjar reyndu að
tæla heimamenn óvina sinna til svika við þá. Ófriðurinn
komst ekki inn yfir þröskuld heimilisins. Sambúð húsbænda
og heimamanna hafði að því leyti engum stakkaskiftum
tekið frá þvi sem áður var á dögum Ingimundar gamla
eða Þorkels mána. Snorri Sturluson, Kolbeinn ungi og
Gizur Þorvaldsson gátu treyst heimafólki sínu ekki síður
en Njáll eða Hallur af Síðu. Heimilið var griðastaður og
stóð sem jarðgróið bjarg upp úr hafróti þess mikla um-
brota-tíma, sem kenndur er við Sturlunga.