Skírnir - 01.01.1931, Page 243
Skirnir]
Ritfregnir.
237
argerð á handritinu, er eftir Finn prófessor Jónsson og er á ensku,
enda mun sú tunga verða höfð á formálum allra þeirra rita, sem á
eftir koma, en á islenzku var hafður formáli þeirra eintaka Flat-
eyjarbókar, sem gefin voru til íslands á Alþingishátiðinni. Það er til
marks um, hve vandað hefir verið til ritsins, að ekki var unnt að
gera það að öllu út i Danmörku. Allar eftirmyndir handritsins varð
að gera suður i Þýzkalandi (í Leipzig), en prentuð er bókin þó
Kaupmannahöfn (i prentsmiðju Nordlundes).
Hér er vitanlega ekki að ræða um ritverk, sem orðið geti al-
mennings eign nú á timum; það verða einkum bókasöfn, sem eign-
azt geta verk þetta, sökum verðs, og þar munu fræðimenn geta
notað það og notið þess. En unun er að blaða í ritinu, því að lista-
verk er það frá upphafi til enda, fullkomið ígildi frumritsins sjálfs,
sem nú er orðið rúmra 540 ára. En Flateyjarbók er eitt þeirra fáu
handrita vorra frá fyrri tímum, sem sjálf segja til um, hverir ritað
hafa og hvenær. Hún er rituð á árunum 1387—94 í Viðidalstungu
að tilhlutan höfðingjans Jóns Hákonarsonar; ritararnir voru prest-
arnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson. Og ekki nóg um þetta;
vér vitum einnig nokkurn veginn með vissu um eigendur handrits-
ins. Ætla menn, að Guðný, systir Jóns Hákonarsonar, hafi fengið
bókina eftir bróður sinn, þá Þorleifur á Auðbrekku, sonur hennar
(má vera raunar að gjöf frá móðurbróður sínum eða að kaupi frá
börnum hans), þá Björn riki, hirðstjóri í Skarði, sonur hans, þá son-
ur hans, Þorleifur hirðstjóri á Reykhólum, þá sonur hans, Björn á
Reykhólum, þá Jón i Flatey, sonur hans, þá Finnur i Flatey, sonur
hans, þá sonur hans, Jón i Flatey. Þessi feril! handritsins er lang-
liklegastur, vegna skifta Viðidalstungu-fólks við Þorleif á Auðbrekku,
en vera mættu þó fleiri smugur á þessari leið til Finns í Flatey, en
hann og Jón, son hans, vitum vér eina með vissu hafa átt hand-
ritið þessara manna. En Jón i Flatey gaf bókina árið 1647 Brynjólfi
biskupi Sveinssyni, en biskup aftur árið 1656 Friðriki konungi þriðja,
i því skyni að notuð yrði til prentunar. — Einu sinni hefir Flateyjar-
bók verið prentuð öll í einu lagi, og var það að tilhlutun Norð
rnanna (1860—68), en um það verk sáu Guðbrandur Vigfússon og
Unger. En eínstakar sögur og þættir og annað efni hennar hefir
oftsinnis verið prentað sérstaklega eða notað, þar sem unnt hefir verið.
Munksgaard hefir þegar ákveðið tvö næstu bindin í þessu mikla
safni sinu, og eru það Ormsbók Snorra-Eddu, sem fyrirhugað er að
birta i ár, og konungsbók Grágásar, sem ætluð er næsta ári.
Bindi þessa árs berst mér rétt nú upp í hendurnar:
Corpus codicum Islandicorum medii ævi.
II.: Codex Wormianus (the younger Edda). With an intro-
duction by Sigurður Nordal.
Þetta bindi er alit með hinni sömu útgerð sem hið fyrra. Þetta