Skírnir - 01.01.1931, Page 244
238
Ritfregnir.
[Skírnir
er handrit það af Snorra-Eddu, sem íslendingar kalla Ormsbók (eftir
Óla Worm, en honum léði síra Arngrimur Jónsson lærði handritið,
og hjá honum og þeim frændum festist það, til þess er það komst
i hendur Árna Magnússonar). Guðbrandur biskup Þorláksson átti
handritið áður, og vilja menn telja, að Jón lögmaður Sigmundsson,
móðurfaðir hans, hafi átt það, en ekki er unnt að segja enn, hvernig
það hefir þá til hans komizt, ef rétt er. Ormsbók hefir auk eigin-
legrar Snorra-Eddu að geyma málfræðaritgerðirnar fjórar og Rígs-
þulu. Dr. Sigurður prófessor Nordai hefir samið formála að þessu
bindi.
Það þarf hugsjónamann til þess að ráðast i slikt fyrirtæki sem
þetta, enda er það hafið með ást til íslands og íslendinga, i fullri
viðurkenningu þess, að hinar fyrri aldir norrænna þjóða myndu
hjúpaðar mökkva, ef ekki nyti rita þeirra. En Munksgaard hefir sigr-
azt á öllum þrautum, og nokkurs stuðnings hefir hann notið annar-
staðar að (einkum frá lyfsalanum Sibbernsen i Vestur-Skerninge,
áhugasömum manni um þessi efni). Hefir hann sannlega með þessu
reist sér monumentum aere perennius.
Páll Eggert Ólason.
Davíð Þorvaldsson: Björn formaður og fleiri smásögur,
Reykjavík 1929, og Kalviöir, 1930.
Fjöldi íslenzkra bókavina hefir þegar heyrt getið um hinn unga
rithöfund Davíð Þorvaldsson, allmargir hafa lesið bækur hans og
þannig kynnzt honum óbeiniínis, þótt þeir þekki hann ekki persónu-
lega. En flesta fýsir að vita nánari deili á ungum höfundum en
nafnið eitt, einkum ef það, sem eftir þá liggur, er þannig úr garði
gert, að menn bíða með óþreyju eftir meira frá þeirra hendi, og
menn þykjast sjá, að hinn ungi maður sé og verði enginn meðal-
maður.
Davið Þorvaldsson er norðlenzkur að ætt og uppruna. Hann
lauk stúdentsprófi vorið 1925 eftir að hafa barizt við þá örðugleika,
sem félausir námsmenn jafnan eiga i höggi við. Að þvi prófi loknu
fór hann utan og tók að leggja stund á náttúrufræði i Paris. En
meðan hann dvaldist þar, veiklaðist heilsa hans svo mjög, að hann
varð að hætta námi og hverfa heim til íslands. Meðan hann var í
Frakklandi, tók hugur hans að snúast meira og meira að bókmennt-
um og skáldskap, og tók hann að skrifa smásögur. Munu ýmsar af
sögum þeim, sem út hafa komið í fyrri bókinni að minnsta kosti,
vera samdar þar.
í fyrri bókinni er Björn formaður lengsta sagan, og hefst bókin
á henni; hinar sögurnar eru: Árni munkur, Skóarinn litli frá Vill-
franche-sur-Mer, Veðmálið, Skólabræðurnir, Úr dagbók vinar, Ókunna
konan, Anna Maria, Ég græt-----------.