Skírnir - 01.01.1931, Side 245
Skírnir]
Ritfregnir.
239
Þvi miður er ekki rúm til að fjölyrða um einstakar sögur, en
almennt má segja um þær, að þær bera vott um óvenjulegan þroska
og lifsreynslu, sem þeir einir hafa hlotið á þessu aldursskeiði, er
einmana og félausir hafa orðið að heyja baráttu við þungan sjúk-
dóm fjarri ættlandi sinu. Og síðast en ekki sizt bera þær vott um
skarpa og fjölbreytta iistgáfu. Aðeins manni, sem hefir þessa gáfu
og þessa lífsreynslu til að bera, auðnast að skapa persónu eins og
Björn formann, rammíslenzkan kjarnakarl, atorkusaman, alvörugef-
inn og dulan í skapi, einbeittan, skyidurækinn og húsbóndahollan.
Myndin af þessum heilsteypta karli verður svo skýr og heilleg í
hugum lesendanna, að þeim finnst þeir sjá hann Ijóslifandi fyrir sér
og svo eðlileg, að þeim finnst þeir kannast við gamlan kunningja.
Aðeins þeim, sem vel gera, tekst að skapa svona persónur. Saga
eins og Skóarinn litli getur aðeins verið skrifuð af manni, sem per-
sónulega hefir kynnzt þvi ástandi, sem þar er lýst Umkomulausi,
tæringarveiki skóarinn er að berjast við dauðann, — hann liggur i
sjúkrahúsi, þar sem honum er engin samúð sýnd, þar sem engin
vinarhönd leggur honum lið, þar sem engin hugð eða ósk er tengd
við hann nema sú ein, að hann fái að gefa upp öndina, svo að hann
verði öðrum ekki framar til óþæginda eða ama.
í siðari bókinni eru þessar sögur: Rússneskir flóttamenn, Ein-
mana sálir, Blómasalinn, Hans bókhaldari, Pólski málarinrr, Ekkert,
Léttfeti. Enda þótt fyrri bókin væri þannig úr garði gerð, að menn
hlyti að gera sér miklar vonir um hina næstu, er hún kæmi, hefir
siðari bókin engan veginn brugðist þeim vonum. Siðari sögurnar
bera yfirleitt vott um framför höfundar. Sem dæmi um síðari sög-
urnar ætla ég að minnast nokkrum orðum á Léttfeta. Aðeins rnaður,
sem dvalizt hefir langvistum fjarri föðurlandi sinu, getur fengið svo
djúpan skilning á því, hve margt fagurt og heillandi islenzk náttúra
hefir að bjóða fram yfir náttúru flestra annara landa, sem fram kemur
hjá höfundi i þessari sögu. Léltfeti er seldur tll útflutnings af bónda
einum á Norðurlandi. Hann verður námuhestur i Belgíu, hlýtur þar
fremur harða meðferð, hálf-ærist að lokum af heimþrá og leiðindum
og strýkur síðan burt haltur og horaður. Eðlishvötin beinir honum
til útnoröurs, hann ætlar til íslands. En hjá borginni Brugge ör-
magnast hann og deyr.
Samtal hestsins og borgarinnar sýnir, að höfundur hefir næma
tilfinning fyrir því, hve máttugt það afl er, sem laðar menn og mál-
leysingja heirn í átthagana. Borgin vill fá hestinn til að ilengjast hjá
sér; hann spyr hana, hvaða kosti hún hafi að bjóða: »Getur þú lof-
að mér að lifa um vornætur, þegar fjarlægðirnar virðast minnka í
Ijósbláu, tæru loftinu, þegar allt verður skýrara og slærra, og þegar
loðin blöð fjallavíðisins sjást stækka frá stundu til stundar. Inni á
heiðunum kvaka fuglarnir með löngu millibili, og allsstaðar á hól-