Skírnir - 01.01.1931, Page 246
.240
Ritfregnir.
[Skírnir
um og i lautum heyrist hvísl, undarleg, yndisleg hljóð þess lífs, sem
■er að verða til. Átt þú sólskinsbjartar nætur og haustkvöld með
þúsundum titrandi, mjúkra lita?«
Svona skrifar ekki heimaalningur, heldur sá, sem séð hefir nátt-
úru annara landa, sá, sem samanburðurinn hefir kennt að meta hina
óviðjafnanlegu fegurð islenzkrar náttúru.
En það, sem mér finnst, i sem fæstum orðum sagt, einker.na
sögur Daviðs, er samúð og hlýleiki sameinað föstum tökum á efn-
inu og skýrri persónuiýsing.
Höfundurinn setti markið hátt, er hann hóf rithöfundarferil sinn
með þessum bókum. Þær eru honum ótvírætt til sóma og gleðilegur
vottur um heilbrigða list innan um það moldviðri af skrumbók-
menntum, sem nú rýkur yfir þjóð vora, þar sem hver og einn reynir
að æpa sem hæst, til þess að vekja á sér athygli, þar sem jafnvel
sumir grípa til þess að yrkja um stjórnmál, ef þeir hafa ekki skáld-
Jegri efni á takteinum. F
Vestur-Skaftafellssýsla og ibúar hennar. Drög til lýsingar
á íslenzlni þjóðlifi mótuðu af skaftfellskri náttúru, sett fram í rit-
gerðum af 40 fulltrúum skaftfellskrar alþýðu. Björn O. Björnsson
bjó undir prentun og gaf út. Reykjavík. ísafoldarprentsmiðja. 1930.
240 bls. 4to, með 58 myndum og landsuppdrætti.
Þetta er mesta merkisrit, og á sira Björn 0. Björnsson miklar
þakkir fyrir að hafa komið því út. Það var ágætlega ráðið, að stofna
til héraðslýsingar, er gerð væri að öllu leyti af héraðsmönnum sjálf-
um. Og Skaftafellssýsla er vissulega ein af merkilegustu sýslum þessa
lands, að stórfelldri náttúrufegurð og einkennilegum staðháttum. Hún
hefir alla tið búið börnum sínum sérstaka örðugleika, illfær vötn á
landi og hafnleysur við haf. Þessar torfærur hafa mótað daglegt lif
sýslubúa og verið þeim skóli í margskonar dyggðum. Að staðalýs-
ingum undanteknum er nálega öll bókin lýsing á baráttunni við
náttúruna, öræfi og illviðri, og kemur þó alltaf að öðrum þræði
fram tilfinningin fyrir hátign og fegurð náttúrunnar. Til langflestra
sagnanna ber fyrst og fremst svamlið yfir vötnin. Það er alltaf spenn-
andi lestur, því að þarna reynir á athugun, hugsun, snarræði og karl-
inennsku, hver ferð verður ný, af því að áin er alltaf ný, sibreyii'
leg Svings, er leggur gátur sinar fyrir ferðamanninn, gátur sem hann
verður að ráða rétt, eða áin gleypir hann að öðrum kosti. Þarna er
lífið orðið að íþrótt, hversdagslífið hetjulif, af því að reynir á alla
likams og sálar krafta og teflt upp á líf og dauða. Slík náttúra er
harður en hollur skóli, og það er gaman að sjá, hvernig Skaftfell-
ingar hafa lært af nauðsyninni að ala á kappi og kjarki, með þvi
að þola enga æðru, gera gys að löðurmennsku, en halda á loft