Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 247
Skírnir]
Ritfregnir.
241
hreystisögum. Skemmtileg er lýsing Eyjólfs hreppstjóra á Hvoli á
aðferðinni við að örua háseta í tregfiski (bls. 38).
Eitt er nú að lifa hetjulífi, annað hæfileikinn til að segja sög-
una um það; og þó er þetta tvennt nátengdara en flesta mun gruna.
í baráttunni, hvort heldur er við sína líka eða við náttúruna, er
vakandi athygli og skjót og skýr hugsun lífsskilyrði, en með hugs-
uninni þróast valdið yfir málinu, því að orðvana hugsun er hálf
hugsun. Þar sem lífið er heilt, spretta orðin eðlilega af athöfninni.
Og eitt af því, sem merkilegast er um þessa bók er það, að höf-
undunum er auðsjáanlega jafnlétt um að móta söguna í orð, sem
þeim var að skapa atburðina, er hún segir frá. Þarna eru um 30
alþýðumenn, er margir hverjir hafa vist ekki fengizt mikið við rit-
stöif fram yfir það sem þarna stendur, og þó er frásögnin víðast
svo góð, að lesandinn óskar ekki, að hún væri öðruvísi. Sagan
:streymir áfram eðlileg og útúrdúralaus, sterk og verkleg, borin af
þunga efnisins sjálfs, og lætur þar nótt sem nemur. í slíkri frásögn
er mikil menning.
Enginn efi er á því, að bók þessi verður Skaftfellingum til sóma
og dregur til þeirra hlýjan hug, hvar sem hún kemur. Liklegt er að
hún verði fordæmi fyrir önnur héruð, og væri þá vel. — Allur frá-
,gangur er hinn prýðilegasti og margar af myndunum ágætar.
G. F.
Deutsche Islandforschung 1930. Mit Unterstiitzung der Notge-
meinschaft der deutschen Wissenschaft herausgegeben von Walther
Heinrich Vogt und Hans Spethmann. I—II. Breslau 1930.
Svo heitir ritsafn mikið í tveim bindum, er þýzkir vísindamenn
og unnendur norrænna fræða gáfu út í fyrra í tilefni Alþingishátíð-
arinnar. 24 fræðimenn setjast þar á rökstóla og ræða þar hver sín
áhugamál og rannsaka einhvern þátt á sviði íslenzkra fornfræða,
landtræði, náttúrufræði, lögspeki o. s. frv. Virðulegri gjöf var vart
hægt að sæma íslenzka menning á hinu merka 1000 ára afmæli,
enda mun rit þetta um langan aldur verða höfundunum til sóma og
bera vott um velvildarhug þýzku þjóðarinnar til íslands. Margir höf-
unda þessara eru kunnir vísindamenn á Þýzkalandi. Gustav Neckel
próf. við Berlinarháskóla, sá er gisti háskóla vorn á síðasta ári, ritar
itarlega grein um giidi íslenzkrar menningar fyrir germanská forn-
fræði. Er hann manna fróðastur um þessa hluti og bendir á ýmis
atriði í forníslenzkum heimildum um siði og venjur, trú og lifsskoð-
un, er varpar nýju ljósi á frumgermanska menning, því að svo hefir
oft reynzt, að í islenzkum heimildum eru upprunalegri frásagnir en
í öðrum forngermönskum sögnum. En Neckel gengur feti lengra og
segir, að forníslenzkar frásagnir geti kennt Þjóðverjum mannfræði
og hversu Ilfa skuli.
16