Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 248
242
Ritfregnir.
[Skírnir
Um goðafræði rita Rudolf Much i Vinarborg og Helmut de Boor,
sem nú er prúfessor í Zúrich. Ritar hinn síðarnefndi um öll goða-
heiti, er koma fyrir í Völuspá og hversu þeim sé lýst og ber saman
við heimildir þær, er menn vita um, hvenær urðu til (skáldakvæði,
Snorra edda o. fl.), ef ske kynni, að hægt væri að draga ályktanir
af þessu um aldur Völuspár; mun hann vera þeirrar skoðunar, að
Völuspá sé ort á 10. öld. Felix Genzmer próf. í Marburg ritar um
skáldakvæði. Eins og kunnugt er, hafa á siðustu árum risið upp
harðar deilur um skáidakvæðin, hversu skilja beri eða taka saman,.
og er Genzmer einn af þeim, sem styðja skoðanir E. A. Koch í
Lundi, sem búinn er að semja 14 ritgerðir um þessi efni (Notationes
norrœnæ i ársriti háskólans í Lundi). W. H. Vogt próf. í Kiel ritar
um skáldakvæði (»frá Braga til Egils-), A. Heusler próf. i Basel ber
saman Gísla sögu Súrssonar og Droplaugarsona sögu, Rudolf Meiss-
ner próf. í Bonn (sá er ritað hefir stóra bók um kenningar forn-
skáldanna) ritar uin, hversu minni voru drukkin á íslandi og ber
saman við fornar venjur i Auvergne.
Tvær lagaritgerðir eru í safni þessu: um stýrimenn og háseta
eftir Max Pappenheim í Kiel og um hjónaskilnað i fornöld eftir
Claudius friherra von Schwerin.
Um íslenzka tvísöngva, er teknir hafa verið á hljóðplötur, ritar
E. M. von Hornbostel í Berlín. Eru það tvisöngvar þeir, er Jón Leifs
hefir safnað, og rannsakar hann gildi þeirra og uppruna.
Paul Herrmann próf. í Torgau, hinn góðkunni Islandsvinur, sem
látinn er fyrir nokkru, ritaði skömmu fyrir dauða sinn grein uin
Hornstrendinga og er hún i þessu safni. Loks ritar dr r Hans Kuhn,
ungur og efnilegur fræðimaður, er ferðazt hefir um allt ísland, ágæta
grein um afrétti á íslandi (með mörgum myndum og uppdrætti).
Hefir þá verið minnst Íauslega á ritgerðir fyrra bindis, en í síð-
ara bindi eru ritgerðir um náttúrufræði og landfræði H. Erkes há-
skólabókavörður i Köln ritar um nýjar rannsóknir i óbyggðum ís-
lands, H. Reck i Berlín um jarðeldamyndanir, Wolfg. Oetting, ungur
fræðimaður i Berlín, um rannsóknir sinar á svæðinu milli Hofsjökuls
og Langjökuls, Fr. Dannmeyer i Hamborg um Islandsleiðangrana
1926 og 1927 og hefir verið skýrt áður itarlega frá þeim i íslenzkum
blöðum. Um samvinnu við islenzka lækna ritar L. Gmelin í Jena, en
dr. Joh. Georgi f Hamborg (er tók þátt í Wegenerleiðangrinum í
Grænlandi) um veðurathuganirnar i Aðaivík 1926 og 1927. Rose
Stoppel, sem nú er prófessor í Hamborg, ritar um rannsóknir sinar
á Akureyri um reglubundnar árs- og dagshreyfingar á lifandi ver-
um. W. Lamprecht í Dortmund ritar um jurtagróður á Suðaustur-
landi og um jurtagróður ritar einnig Carl Wigge í Bannen-Elberfeld.
E. Sonnemann ritar um fuglalif i Vestmannaeyjum og hefir hann
dvalið þar oftar en einu sinni. Loks rita þeir H. Lúbbert, umboðs-
maður þýzku stjórnarinnar i fiskimálum, um islenzka fiska af mikillf
þekking, og Hans Spethmann i Essen um landfræðileg viðfangsefm
á íslandi.
Af yfirliti þessu má sjá, að hér er um auðugan garð að gresja,
en öllum er ritgerðunum sameiginlegt, að þær eru sprottnar af ast
á islenzkum fræðum, landi og þjóð.
A. J-