Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 41
VALS BLAÐIÐ 39 morgunverð í stórum sal rétt hjá leikvöllunum. 3. fl. karla keppti sinn fyrsta leik í mótinu gegn Fredens- borg frá Noregi og vann léttan sigur 15:8. II. fl. karla keppti seinna um daginn gegn Ohligser, þýzku liði og unnu Valsmenn þann leik, 10:7, og skoraði Jón Pétur 6 mörk af línu. Ekki kepptu flokkarnir meira þenn- an dag. Um kvöldið fóru flestir úr II. fl. karla til Partille-Hotel að snæða kvöldverð, og síðan brugðu þeir sér í diskótek á hótelinu, til miðnættis. Miðvikudagur 2. ágúst. Þennan dag skiptust á skin og skúr- ir. II. fl. karla spilaði sinn annan leik gegn Burg-Gretesch frá Þýzkalandi og var það allsögulegur leikur. Leik- urinn var fremur jafn framan af, en í seinni hálfleik fór að síga á ógæfu- hliðina fyrir Þjóðverjum. Ólafur varði af hreinni snilld og Jón Pétur var óviðráðanlegur á línunni og skoraði alls 6 mörk. Fyrst gerðist það, að Björgvin fékk víti og markvörðurinn var í einhverri fýlu og vildi ekki standa í markinu, heldur við aðra stöngina. Björgvin hélt að þetta væri eitthvert trix hjá honum, og var rag- ur við að skjóta, heldur tók eitt af sínum frægu vippum, og ekki var að sökum að spyrja, boltinn fór yfir. Þjóðverjarnir æstust heldur betur við þetta og hertu á hasarnum (með kýl- ingum og látum). Meðan sókn Vals stóð yfir settust Þjóðverjarnir í Indí- ánastellingar við línuna — og eftir það var leiðin greið að markinu og máttu þeir þola tap fyrir einhverju Eskimóaliði úr norðurhjara verald- ar 5:11. III. fl. karla keppti við Nordsten frá Svíþjóð um hádegisbilið og unnu 9:6. Einnig lék 2. fl. kvenna gegn Just frá Svíþjóð og vann 10:3. Ydun frá Danmörku gáfu leik sinn gegn Hlíðarendastúlkunum seinna um daginn. Seint þennan dag keppti II. fl. karla við Swithiod frá Svíþjóð, en í þetta skipti þurftum við að lúta í lægra haldi gegn þessu sterka liði, 6:8. Við vorum þó ekki úr leik, því að við vor- um komnir í milliriðil, sem átti að hefjast daginn eftir. Rétt eftir að II. fl. keppti, lék III. fl. karla gegn Bergerdorf frá Þýzka- landi. Jafntefli varð, 4:4. Um kvöldið fór nær allur hópur- inn í Partille-höll, að sjá leik milli Árhus KFUM og Kalmar frá Sví- þjóð í 3-liða keppni, þriðja liðið hét Vestrá-Trölunda. Bjarni Jónsson var hylltur mjög af Valsmönnum út leik- inn, og skoraði hann 5 mörk, öll úr vítum. Árhus vann leikinn, 22:21. Fimmtudagur 3. ágúst. Um kl. 6,30 var II. fl. karla vak- inn upp til næsta leiks, sem átti að hefjast kl. 8. Smáupphitun hófst, og síðan borðaði hver maður tvær plóm- ur. Lékum við fyrst gegn Mosbach frá Þýzkalandi. Áttum við í miklum erfiðleikum með þá, en við mörðum þá á síðustu mínútu, 7:6. Valsstúlkurnar léku gegn Heid, Noregi, um morguninn og unnu, 6:1. Rétt á eftir léku þær gegn B-liði Glos- trup og unnu, 11:2. Um hádegið keppti III. fl. karla gegn Holbæk frá Danmörku og rétt mörðu þá með 7:6. Seinna um daginn keppti II. fl. karla gegn Kroppskultur frá Svíþjóð. Var fyrri hálfleikur algjör einstefna (sýning) af okkar hálfu. Oscar Wint- erman (undirritaður) var í góðu formi í markinu og varði m. a. 3 víta- köst. í hálfleik var staðan 11:3 fyrir okkur. í seinni hálfleik voru tveir af okkar mönnum reknir út af með stuttu millibili, og var ekki að sök- um að spyrja, Svíarnir fóru að skora í gríð og erg, en við unnum samt, 16:11. Fólk talaði um okkur sem tilvon- andi sigurvegara í mótinu og sagði, að það hefði aldrei séð annan eins superhandbolta. (Supergreyið átti nú lítinn þátt í þessu). Áttum við nú aðeins undanúrslita- leikinn eftir, sem átti að fara fram daginn eftir. Föstudagur 4. ágúst. Sorgardagur! Dagurinn byrjaði á því, að III. fl. karla lék gegn Brennen frá Svíþjóð og tapaði, 9:11. Rétt á eftir léku þeir aftur, þá við Mörklig frá Danmörku, og töpuðu aftur, 9:10. Stúlkurnar kepptu 2 leiki með stuttu millibili. Fyrri leikinn gegn Holbæk frá Danmörku, unnu þann leik, 7:3. Seinni leikinn kepptu þær gegn Ostlioen frá Svíþjóð, og þann leik unnu þær einnig, þá með 12:3. Rétt eftir hádegi tapaði II. fl. karla fyrir Sulzbach frá Þýzkalandi, 8:10, og voru þeir þar með úr leik í keppn- inni. Þetta lið hefði verið frekar auð- velt viðureignar, ef meiðsli hefðu ekki háð liðinu og allt fór í handaskolum. Jón P. Jónsson var markahæstur af okkur í keppninni með 20 mörk. III. fl. karla varð úr leik seinna um dag- inn, eftir að hafa gert jafntefli við Glostrup frá Danmörku, 5:5. Þar með voru báðir karlaflokkarnir úr leik, eftir hetjulega baráttu í Partille- Cup, sem áttu þó skilið meira en þetta. Um hálf fimmleytið leigði hópurinn sér rútu til Gautaborgar í verzlun- arferð, til kl. sex. Verzlað var í stóru magasini þar í borg, sem hafði á boð- stólum allt milli himins og jarðar. Skemmtu flestir sér vel um kvöld- ið og var léttur blær yfir hópnum. Laugardagur 5. ágúst. Vaknað var snemma þennan morg- un. Klukkan 10 voru stúlkurnar okk- ar hvattar til dáða í undanúrslita- leiknum við Kalmar frá Svíþjóð. Vals- stúlkurnar sigruðu, 5:2, og voru þar með komnar í úrslit. Úrslitaleikur- inn átti að fara fram kl. 13,15. Á milli leikja slöppuðu stúlkurnar af í leikfimissalnum hjá okkur. Mikið var um hvatningarhróp af hálfu Valspilta, þegar leikurinn hófst, sem dugðu bó lítið í þessum tauga- æsingi. Glostrup (A) sigruðu 8:6. M. a. fóru 2 víti forgörðum hjá stúlk- unum okkar. Sigga, í markinu, kom bezt af stúlkunum úr þessari viður- eign. Kl. 3 fór fram verðlaunaafhending og fengu stúlkurnar okkar silfurverð- launin. Svala Sigtryggdóttir var valin bezta handboltastúlkan í mótinu, sem var að vonum mikill heiður fyrir hana og Val. Áður hafði Harpa Guðmunds- dóttir tekið þátt í fegurðarsamkeppni fyrir hönd Vals, og lenti hún í 3. sæti. Seint þennan sama dag fór allur hópurinn í skoðunarferð um Gauta- borg í rútu. M. a. sáum við Volvo- verksmiðjurnar frægu. Ekið var upp á hæðirnar, svo að við sæjum yfir Gautaborg. Fyrir augum okkar bar helzt fyrir skipasmíðastöðvarnar Juttaværk. Þar vinnur vinur okkar í fótboltanum, Reynir Jónsson, sem kom til okkar í Partille. Síðan fór rútan með hópinn í Liseberg, sem er eins konar Tivoli Svía. Skemmtu krakkarnir sér vel um kvöldið og eyddu peningum í allavega spil og leiktæki. Flestir fengu sér leigubíl til Partille um nóttina. Sunnudagur 6. ágúst. Síðasti dagurinn í Svíþjóð. Vaknað var eldsnemma um morguninn eða um kl. hálf sex. Fengin var rúta til að aka hópnum út á flugvöll. Þaðan var lagt af stað kl. 8,15 og flogið til Osló. Flugferðin gekk vel og flug- veður var gott og flogið var frekar lágt, svo að landslagið naut sín vel. Lent var á Fornebu-flugvelli í Osló kl. 8,35. Og farið þaðan beint með rútu til staðarins, sem átti að dvelja á, Studentebyen í Sogni. Komið var sér fljótlega fyrir á hótelinu. Tveir voru saman í herbergi. Léttur blær var yfir mannskapnum næsta sólar- hring, svo sem vænta mátti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.