Valsblaðið - 11.05.1973, Page 41

Valsblaðið - 11.05.1973, Page 41
VALS BLAÐIÐ 39 morgunverð í stórum sal rétt hjá leikvöllunum. 3. fl. karla keppti sinn fyrsta leik í mótinu gegn Fredens- borg frá Noregi og vann léttan sigur 15:8. II. fl. karla keppti seinna um daginn gegn Ohligser, þýzku liði og unnu Valsmenn þann leik, 10:7, og skoraði Jón Pétur 6 mörk af línu. Ekki kepptu flokkarnir meira þenn- an dag. Um kvöldið fóru flestir úr II. fl. karla til Partille-Hotel að snæða kvöldverð, og síðan brugðu þeir sér í diskótek á hótelinu, til miðnættis. Miðvikudagur 2. ágúst. Þennan dag skiptust á skin og skúr- ir. II. fl. karla spilaði sinn annan leik gegn Burg-Gretesch frá Þýzkalandi og var það allsögulegur leikur. Leik- urinn var fremur jafn framan af, en í seinni hálfleik fór að síga á ógæfu- hliðina fyrir Þjóðverjum. Ólafur varði af hreinni snilld og Jón Pétur var óviðráðanlegur á línunni og skoraði alls 6 mörk. Fyrst gerðist það, að Björgvin fékk víti og markvörðurinn var í einhverri fýlu og vildi ekki standa í markinu, heldur við aðra stöngina. Björgvin hélt að þetta væri eitthvert trix hjá honum, og var rag- ur við að skjóta, heldur tók eitt af sínum frægu vippum, og ekki var að sökum að spyrja, boltinn fór yfir. Þjóðverjarnir æstust heldur betur við þetta og hertu á hasarnum (með kýl- ingum og látum). Meðan sókn Vals stóð yfir settust Þjóðverjarnir í Indí- ánastellingar við línuna — og eftir það var leiðin greið að markinu og máttu þeir þola tap fyrir einhverju Eskimóaliði úr norðurhjara verald- ar 5:11. III. fl. karla keppti við Nordsten frá Svíþjóð um hádegisbilið og unnu 9:6. Einnig lék 2. fl. kvenna gegn Just frá Svíþjóð og vann 10:3. Ydun frá Danmörku gáfu leik sinn gegn Hlíðarendastúlkunum seinna um daginn. Seint þennan dag keppti II. fl. karla við Swithiod frá Svíþjóð, en í þetta skipti þurftum við að lúta í lægra haldi gegn þessu sterka liði, 6:8. Við vorum þó ekki úr leik, því að við vor- um komnir í milliriðil, sem átti að hefjast daginn eftir. Rétt eftir að II. fl. keppti, lék III. fl. karla gegn Bergerdorf frá Þýzka- landi. Jafntefli varð, 4:4. Um kvöldið fór nær allur hópur- inn í Partille-höll, að sjá leik milli Árhus KFUM og Kalmar frá Sví- þjóð í 3-liða keppni, þriðja liðið hét Vestrá-Trölunda. Bjarni Jónsson var hylltur mjög af Valsmönnum út leik- inn, og skoraði hann 5 mörk, öll úr vítum. Árhus vann leikinn, 22:21. Fimmtudagur 3. ágúst. Um kl. 6,30 var II. fl. karla vak- inn upp til næsta leiks, sem átti að hefjast kl. 8. Smáupphitun hófst, og síðan borðaði hver maður tvær plóm- ur. Lékum við fyrst gegn Mosbach frá Þýzkalandi. Áttum við í miklum erfiðleikum með þá, en við mörðum þá á síðustu mínútu, 7:6. Valsstúlkurnar léku gegn Heid, Noregi, um morguninn og unnu, 6:1. Rétt á eftir léku þær gegn B-liði Glos- trup og unnu, 11:2. Um hádegið keppti III. fl. karla gegn Holbæk frá Danmörku og rétt mörðu þá með 7:6. Seinna um daginn keppti II. fl. karla gegn Kroppskultur frá Svíþjóð. Var fyrri hálfleikur algjör einstefna (sýning) af okkar hálfu. Oscar Wint- erman (undirritaður) var í góðu formi í markinu og varði m. a. 3 víta- köst. í hálfleik var staðan 11:3 fyrir okkur. í seinni hálfleik voru tveir af okkar mönnum reknir út af með stuttu millibili, og var ekki að sök- um að spyrja, Svíarnir fóru að skora í gríð og erg, en við unnum samt, 16:11. Fólk talaði um okkur sem tilvon- andi sigurvegara í mótinu og sagði, að það hefði aldrei séð annan eins superhandbolta. (Supergreyið átti nú lítinn þátt í þessu). Áttum við nú aðeins undanúrslita- leikinn eftir, sem átti að fara fram daginn eftir. Föstudagur 4. ágúst. Sorgardagur! Dagurinn byrjaði á því, að III. fl. karla lék gegn Brennen frá Svíþjóð og tapaði, 9:11. Rétt á eftir léku þeir aftur, þá við Mörklig frá Danmörku, og töpuðu aftur, 9:10. Stúlkurnar kepptu 2 leiki með stuttu millibili. Fyrri leikinn gegn Holbæk frá Danmörku, unnu þann leik, 7:3. Seinni leikinn kepptu þær gegn Ostlioen frá Svíþjóð, og þann leik unnu þær einnig, þá með 12:3. Rétt eftir hádegi tapaði II. fl. karla fyrir Sulzbach frá Þýzkalandi, 8:10, og voru þeir þar með úr leik í keppn- inni. Þetta lið hefði verið frekar auð- velt viðureignar, ef meiðsli hefðu ekki háð liðinu og allt fór í handaskolum. Jón P. Jónsson var markahæstur af okkur í keppninni með 20 mörk. III. fl. karla varð úr leik seinna um dag- inn, eftir að hafa gert jafntefli við Glostrup frá Danmörku, 5:5. Þar með voru báðir karlaflokkarnir úr leik, eftir hetjulega baráttu í Partille- Cup, sem áttu þó skilið meira en þetta. Um hálf fimmleytið leigði hópurinn sér rútu til Gautaborgar í verzlun- arferð, til kl. sex. Verzlað var í stóru magasini þar í borg, sem hafði á boð- stólum allt milli himins og jarðar. Skemmtu flestir sér vel um kvöld- ið og var léttur blær yfir hópnum. Laugardagur 5. ágúst. Vaknað var snemma þennan morg- un. Klukkan 10 voru stúlkurnar okk- ar hvattar til dáða í undanúrslita- leiknum við Kalmar frá Svíþjóð. Vals- stúlkurnar sigruðu, 5:2, og voru þar með komnar í úrslit. Úrslitaleikur- inn átti að fara fram kl. 13,15. Á milli leikja slöppuðu stúlkurnar af í leikfimissalnum hjá okkur. Mikið var um hvatningarhróp af hálfu Valspilta, þegar leikurinn hófst, sem dugðu bó lítið í þessum tauga- æsingi. Glostrup (A) sigruðu 8:6. M. a. fóru 2 víti forgörðum hjá stúlk- unum okkar. Sigga, í markinu, kom bezt af stúlkunum úr þessari viður- eign. Kl. 3 fór fram verðlaunaafhending og fengu stúlkurnar okkar silfurverð- launin. Svala Sigtryggdóttir var valin bezta handboltastúlkan í mótinu, sem var að vonum mikill heiður fyrir hana og Val. Áður hafði Harpa Guðmunds- dóttir tekið þátt í fegurðarsamkeppni fyrir hönd Vals, og lenti hún í 3. sæti. Seint þennan sama dag fór allur hópurinn í skoðunarferð um Gauta- borg í rútu. M. a. sáum við Volvo- verksmiðjurnar frægu. Ekið var upp á hæðirnar, svo að við sæjum yfir Gautaborg. Fyrir augum okkar bar helzt fyrir skipasmíðastöðvarnar Juttaværk. Þar vinnur vinur okkar í fótboltanum, Reynir Jónsson, sem kom til okkar í Partille. Síðan fór rútan með hópinn í Liseberg, sem er eins konar Tivoli Svía. Skemmtu krakkarnir sér vel um kvöldið og eyddu peningum í allavega spil og leiktæki. Flestir fengu sér leigubíl til Partille um nóttina. Sunnudagur 6. ágúst. Síðasti dagurinn í Svíþjóð. Vaknað var eldsnemma um morguninn eða um kl. hálf sex. Fengin var rúta til að aka hópnum út á flugvöll. Þaðan var lagt af stað kl. 8,15 og flogið til Osló. Flugferðin gekk vel og flug- veður var gott og flogið var frekar lágt, svo að landslagið naut sín vel. Lent var á Fornebu-flugvelli í Osló kl. 8,35. Og farið þaðan beint með rútu til staðarins, sem átti að dvelja á, Studentebyen í Sogni. Komið var sér fljótlega fyrir á hótelinu. Tveir voru saman í herbergi. Léttur blær var yfir mannskapnum næsta sólar- hring, svo sem vænta mátti.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.