Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Qupperneq 33
27
þó í rauninm að eins nokkrar mínútur, því
Jakob var risi að vexti og hafðí verið skref-
drjúgur upp fjallið.
,,Jakob' , sagði Letta, „hann er á fyrsta
stallinum. Þú verður að láta mig siga niður i
öðru reipinu, en hitt get jeg haft niður með mjer
og bundið utan um hann. Svo getur þú dregið
mig upp og jog tel víst, að við getuvn svo bæði
dregið hann upp á eptir“.
„Það eina ráðið sje jeg, Letta“, sagði .Takob,
og þó hann væri eins og risi á að líta, var rödd
hans mjúk eins og móður.
Eptir nokkur augnablik var Jakob búinn að
binda reipið um mittið á Lettu, sem þá var g.1-
búin í hina hættulegu gljúfraför.
,.Letta“, sagði Jakob, meðan hann var að
binda hinn enda reipisins um sig sjálfan, „hafðu
með þjer þessa brennivínsflösku. Ef nokkui t
lífsmark er með honum, þyrft.i hann að rakna
við áður en viö reynum að draga hann upp“.
Jakob bjó um sig sem best. og að vetfangi
var Letta horfin fram af brúninni. Hægt og
hægt gaf Jakob eptir reipið, uns hann fann, að
slakaði á því og hann vissi, að systir sín hafði
náð fótfestu. Svo skreið hann fram á brúnina
og horfði niður. Letta sneri Marston við. Dá-
lítill skurður var á enni hans, sem nokkrir blóö-
dropar fjellu úr. Hún lagði höfuð hans í kjöltu
sjer, helti nokkrum dropum úr flöskunni inn
fyrir varir hans og laugaði svo andlit hans með
víninu.
Eptir litla stund heyrði Jakob, að Letta rak
upp fagnaðaröp. Augu Marst ns höfðu opnast.
og hann tók að draga andann á náttúrlegan
hátt. En æði stund leið þar til hann gat áttað
sig á, hvernig á stóð. Letta strauk með hend-