Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Side 34
28
inni um enni hans og loks settist hann upp. Þá
hatt hún reipið, sem liún hafði með sjer, utan
um hann. Hún gaf Jakob bendingu; hann
spyrnti fast í, og með risa-afli sínu gat liann
fljótt dregið Þettu upp. Svo töku þau hæði í
hitt reipið og eptir litla stund var Marston líka
kominn upp á klettinn, en þö lemstraður, því
hægri fötur hans var brotinn um öklann.
Þau bjuggu sjer til burðarstöl úr tveimur
súlum og ábreiðum. sem Jakob hafði haft með
sjer, ogsvo báru þau Jakob og Letta Marston á
milli sín heim í hús möður sinnar og lögðu hann
þar í þægilegt rúm.
„Getið þið ekki útvegað mjer lækni?“ spurði
Marston Jakob, eptir að búið var að ganga frá
honum eptir föngum.
,,Nei, jeg held síður'*. sagði Jakob; „þaðeru
meir en 20 mílur til næsta læknis, og þar sem
eina skepnan, sem við eigum, er gamall uxi, þá
mundi verða stund þar til hann næðist“.
„0, hvað í dauðanum á jeg þá að gera?“
sagði Márston nærri veinandi.
„Hann Vilhjálmur gamli frændi býr um
beinbrot eins og besti læknir, og jeg fer strax að
sækja hann“.
Jakob var í burtu svo sem eina klukkustund.
Þá kom hann aptur og hafði með sjer gamlan
mann gráhærðan, sem svo varstór, aðefúrhans
bogna baki hefði verið rjett, þá mundi hann
engu minni en risinn Jakob sjálfur. Nú var
farið að eiga við sjúklinginn; brotna beinið var
lagfært og búið um fótinn eins og læknir hefði
gert það. Það var Lctta sjálf, sem gekk frá um-
búðunum, og það var hún, sem nú gerði allt,
sem í hennar valdi stöð, til að gera Marston
leguna sem bærilegasta. Fyrst framan af var