Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 49
39
sagan eftir eigin handritum, eða eftir handritum ein
hverra skyldmenna e'Sa kunningja. Er sumum tamt aS
rita langt mál um sig og sína, aðrir eiga bágt meö það.
Ver'ður þvi sumsta'ðar frásagan alger beinagrind, þó um
merka menn sé aö ræða, en anarstaðar teig'ður lopinn að
óþörfu. Þurfa slíkar heimildir að lenda í hendur ein-
hvers, sem er vel kunnugur og hefir sanngirni til að bæta
í og draga úr. En þess gætir ekki að efnið í þessum kafla
hafi gengið í gegnum neinn slikan hreinsunareld. Hefir
það, sem hér er birt, því mjög misjafnt sögulegt gildi.
Frásögur eins og Stefáns Eyjólfssonar, séra N. S. Thor-
lákssonar, Tómasar Halldórssonar, Guðbrandar Erlends-
sonar, Stephans G. Stephanssonar og fl. glöggra manna,
eru dýrmæt söguleg skilríki. En aftur á móti er ógrynni
af villum jafnvel í því litla broti af þessum æfiágripum.
sem eg er nálcunnugur, og nær þó kunnugleiki minn ekki
nema i einstaka tilfellum til neins er viðkemur íslandi
og dvöl manna þar. En það hefi eg fyrir satt eftir glögg-
um mönnum bæði hér og heima á íslandi, að þar sé ekki
alt með feldu. Vil eg leitast við að benda á nokkrar af
villum þessa kafla, til sönnunar því að orð mín eru ekki
gripin úr lausu lofti.
Bent hefir verið á þá villu að ruglast hafi myndir
þeirra Kristjáns og Alberts Samúelssona að Garðar. Auk
þess eru skökk ummæli um mynd á bls. 334. Myndin á
að vera af Mrs. B. Jóhannesson og tengdafólki hennar.
Er af Mrs. Jóhannesson og systkinum hennar þremur.
Á bls. 369 er mynd með þessari undirskrift: “Hallgrímur
Thorlacíus og sonarsonur hans,” á að vera Einar Thor-
lacíus og sonarsonur hans. Á bls. 377 er mynd er á að
vera af Guðrúnu Guðmundsdóttur, konu Jóns Eyjólfs-
sonar, en mun vera af Guðrúnu Guðmundsdóttur, móður
Árna Magnússonar að Hallson.
Á bls. 356 er getið einungis síðari konu Jobs Sigurðs-